
Fréttir
Stofnuð fésbókarsíða á Norðurnes í Kjós.Mar 14 '15
Sátum hér með nágrönnum okkar í bústað 59 og ákváðum að stofna síðu á fésbókinni þar sem að við gætum sett inn allt milli himins og jarðar sem viðkemur svæðinu okkar. Þess vegna biðjum við ykkur að bæta inn nöfnum sem flestra sem að eiga bústað hér í Norðurnesi.Hér getum við rætt og sett inn það það sem að okkur finnst að við að þurfum að koma frá okkur hvort til annars. Reynum endilega að nýta þessa síðu til að koma frá okkur þeim málum sem að okkur finnst þurfi að ræða á málefnalegan hátt og ekki sakar að hafa hafa svolítið léttmeti með, og endilega setjið inn myndir sem að ykkur finnst að ættu heima hér. Sem sagt vonandi létt og skemmtileg síða í uppsiglingu ;-)
Allt í lagi á miðsvæðinuMar 14 '15
Sigurður Guðmundsson var að hringja í mig. Hann fór um allt miðsvæðið, upp að hverjum einasta bústað, og þar er allt í lagi þrátt fyrir að smádrasl sé við nokkra bústaðina.
Engar sjáanlegar skemmdir sem betur fer! Sigurður óð þarna skafla sem náði honum upp að hálsi og var hann hátt í tvo tíma að koma sér um svæðið. Eigum við honum miklar þakkir skyldar, sem og Sigurði á Hrosshóli.
Það er gott að vita af því að þeir eru að fylgjast með þessu fyrir okkur. Veðrið í Kjósinni hefur ekki verið svona slæmt í áratugi eins og var í gær sem sýndi sig best á því að fjárhúsið fauk og þak á annarri byggingu líka. Þakhluti þaðan fauk svo alla leið að félagsheimilinu og olli þar skemmdum. Þetta hefur verið svakalegt!
Það er búið að ryðja leiðina að öllum þremur hliðunum og það ætti að vera velfært fyrir jepplinga.
Óveðrið í gærMar 14 '15
Sælt veri fólkið. Það er alltaf góða veðrið.
Ég heyrði í Sigurði áðan. Þeir Sigurðarnir eru að hjálpa til í Kjósinni við að festa niður þök og fleira. Þeir kíktu aðeins inneftir til okkar og sáu að flætt hafði yfir ræsið í gilinu og það er ófært þar.
Þeir sáu ekkert augljóst að þeim bústöðum sem eru þarna framarlega en það lá blá þakplata út í kanti, ef einhver kannast við það.
Þeir nafnar buðust til að renna þarna inn og kíkja betur á aðstæður. Ég heyri betur í þeim seinna í dag og við Einar ætlum að renna þarna uppeftir eftir í kjölfarið.
Ef einhver veit meira um aðstæður uppfrá endilega hafið samband við mig í síma 821-2558.
Ég uppfæri svo fréttirnar þegar við vitum meira.
Netið dottið útMar 11 '15
Netið datt út í óveðrinu í gær. Ég þarf víst að fara uppeftir og kíkja á þetta enn eina ferðina. Vonum að bústaðurinn sé ekki fokinn.
Sumsagt, engar myndavélar eða veðurupplýsingar fyrr en ég kemst á staðinn.
Andvarp...
Vinsamlegast takið þátt í könnun um hitaveituFeb 26 '15
Kæru félagar,
Hreppsnefndin bað mig um að koma því til skila að hvetja ykkur öll til að taka þátt í könnun um hitaveitu sem er á kjos.is vefnum. Endilega smella á hlekkinn og láta vita hvað ykkur finnst.
http://www.kjos.is/kjosarveitur-ehf/
Takið eftir að það er engin skuldbinding fólgin í því að svara könnuninni.
MyndavélarFeb 21 '15
Vel gert Jón og fjölskylda.
Veðurstöð komin í lagFeb 21 '15
Jæja, þá er loksins búið að ljúka fullnaðarviðgerð á netinu í Norðurnesi 74. Við vonum að veðurstöðin og myndavélarnar verði nú til friðs héðan í frá.
Við þökkum þolinmæðina. :-)
Skafið í NorðurnesinuFeb 20 '15
Sigurður renndi inn Norðurnesið með traktornum sínum rétt í þessu þannig að þeir sem höfðu hugsað sér að kíkja uppeftir um helgina ættu að hafa ágætis færð.
Veðurstöð niðriFeb 20 '15
Veðurstöðin og myndavélarnar eru niðri þessa stundina. Ég vonast eftir því að koma þessu í lag um helgina.
Könnun um áhuga á hitaveituFeb 19 '15
Frá Kjós.is