Fréttir

Fundargerð aðalfundar
May 05

Fundargerð aðalfundar hefur verið sett inn á vefinn og er aðgengileg hérna.

- Stjórnin

Aðalfundur 2024
Apr 16

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn þriðjudaginn, 30. apríl kl 19:00 að Vesturvör 36. Kópavogi.

Dagskrá: 

  • Venjuleg aðalfundarstörf.
  • Kynning á stöðu framkvæmda við vatnsveitu
  • Fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta árs
  • Skipan í nefndir
  • Önnur mál

Kveðja,

Stjórnin

Símahlið á neðra svæði (svæði #1) hefur verið tekið í notkun.
Sep 11 '23

Númer til að hringja í er 664 9604.

Munið að það þarf að hringja í hliðið til að opna það, sama úr hvorri áttinni er komið að því.

Rétt er að minna á að eftir að bíll er farinn í gegn þá lokast hliðið eftir nokkrar sekúndur. Því er ekki ráðlegt að fleiri en einn bíll fari í gegn i einni bunu.

Fundargerð aðalfundar 2023
Jun 21 '23

Fundargerð síðasta aðalfundar var sett hér á vefinn í síðustu viku en ritara láðist að setja frétt á vefinn að því tilefni. Í fundargeðrinni má lesa um ákvarðanir sem teknar voru á fundinum umræðum og hverjir skipa stjórn félagsins. /ssjo

Aðalfundur 2023
May 16 '23

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn miðvikudaginn, 31. maí kl 19:00Vesturvör 36. Kópavogi.

Dagskrá: 

  • Fyrirhugaðar framkvæmdir sumarsins vegna vatnsveitu.
  • Kynning/umræða um kostnaðaráætlun vegna vatnsveitu og fjármögnun
  • Framkvæmdagjald fyrir vatnsveitu verður u.þ.b. 180.000 kr á lóð, skipt í 4 greiðslur.
  • GSM hlið á svæði 1.
  • Breytingar á stjórn.
  • Umræða um leiksvæði, vatnsinntök o.fl.
  • Skipan í nefndir. (Girðingarnefnd, brennunefnd)
  • Venjuleg aðalfundarstörf.

Kveðja,

Stjórnin

Íbúafundur í Kjós
May 02 '23

Sveitarstjórn Kjósarhrepps boðar til íbúafundar 25. maí 2023 kl. 17:00 í Félagsgarði og sumarhúsaeigendur eru velkomnir.

Það verður meðal annars rætt um tilvonandi áætlanir að kveikja á hitaveituhemlum og því gæti verið áhugavert að mæta.

Nánari upplýsingar hér

Stjórnin

Ný vefsíða
Apr 16 '23

Á 10 ára afmæli nordurnes.is síðunnar er komin glæný vefsíða í loftið.

Þessi nýja er einfaldari en sú gamla og nokkuð strípuð eins og er en ég vona að hún eigi eftir að fullnægja hlutverki sínu í gegnum næstu árin. Það vantar ennþá einhverja fítusa frá gömlu síðunni en ég mun bæta þeim við á næstu vikum.

Nonni

Vatnið að klárast í efri byggðum
Mar 14 '23

Það er að verða vatnslaust I hverfinu. Við hvetjum fólk að fara sparlega með vatnið.

Vatnslaust
Dec 26 '22

Það er vatnslaust í Norðurnesinu.

Við viljum biðja fólk með heita potta að passa uppá að það sé ekki kveikt á rennsli á köldu vatni í þá og biðlum til allra að fara varlega með það litla kalda vatn sem gæti komið úr krananum og helst að sturta ekki niður úr klósettum.

Ef þið sjáið einhverja blauta bletti í umhverfi ykkar sem gætu bent til leka, vinsamlegast látið vita.

Stjórnin

Lokaður vegur að efri svæðum
Sep 27 '22

Kæru Norðurnesingar.

Fyrirhugað er að rjúfa veginn í gilinu og skipta um ræsið klukkan 10:00 í fyrramálið miðvikudaginn 28 sept.

Gera má ráð fyrir að vegurinn verði lokaður til klukkan 15:00 sama dag.

Stjórnin