Fréttir

Aðalfundur 2023
22d

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn miðvikudaginn, 31. maí kl 19:00Vesturvör 36. Kópavogi.

Dagskrá: 

  • Fyrirhugaðar framkvæmdir sumarsins vegna vatnsveitu.
  • Kynning/umræða um kostnaðaráætlun vegna vatnsveitu og fjármögnun
  • Framkvæmdagjald fyrir vatnsveitu verður u.þ.b. 180.000 kr á lóð, skipt í 4 greiðslur.
  • GSM hlið á svæði 1.
  • Breytingar á stjórn.
  • Umræða um leiksvæði, vatnsinntök o.fl.
  • Skipan í nefndir. (Girðingarnefnd, brennunefnd)
  • Venjuleg aðalfundarstörf.

Kveðja,

Stjórnin

Íbúafundur í Kjós
May 02

Sveitarstjórn Kjósarhrepps boðar til íbúafundar 25. maí 2023 kl. 17:00 í Félagsgarði og sumarhúsaeigendur eru velkomnir.

Það verður meðal annars rætt um tilvonandi áætlanir að kveikja á hitaveituhemlum og því gæti verið áhugavert að mæta.

Nánari upplýsingar hér

Stjórnin

Ný vefsíða
Apr 16

Á 10 ára afmæli nordurnes.is síðunnar er komin glæný vefsíða í loftið.

Þessi nýja er einfaldari en sú gamla og nokkuð strípuð eins og er en ég vona að hún eigi eftir að fullnægja hlutverki sínu í gegnum næstu árin. Það vantar ennþá einhverja fítusa frá gömlu síðunni en ég mun bæta þeim við á næstu vikum.

Nonni

Vatnið að klárast í efri byggðum
Mar 14

Það er að verða vatnslaust I hverfinu. Við hvetjum fólk að fara sparlega með vatnið.

Vatnslaust
Dec 26 '22

Það er vatnslaust í Norðurnesinu.

Við viljum biðja fólk með heita potta að passa uppá að það sé ekki kveikt á rennsli á köldu vatni í þá og biðlum til allra að fara varlega með það litla kalda vatn sem gæti komið úr krananum og helst að sturta ekki niður úr klósettum.

Ef þið sjáið einhverja blauta bletti í umhverfi ykkar sem gætu bent til leka, vinsamlegast látið vita.

Stjórnin

Lokaður vegur að efri svæðum
Sep 27 '22

Kæru Norðurnesingar.

Fyrirhugað er að rjúfa veginn í gilinu og skipta um ræsið klukkan 10:00 í fyrramálið miðvikudaginn 28 sept.

Gera má ráð fyrir að vegurinn verði lokaður til klukkan 15:00 sama dag.

Stjórnin

Fundargerð aðalfundar
Jun 16 '22

Fundargerðin fyrir nýafstaðinn aðalfund er nú aðgengileg á vefnum hérna. Meðfylgjandi skjöl eru aðgengileg hérna.

Takið eftir að félagsgjald fyrir hverja lóð er nú 40.000 kr og verður sendir út greiðsluseðlar í heimabanka innan tíðar.

Stjórnin.

Aðalfundarboð 2022
Apr 28 '22

Kæru félagar í sumarhúsafélaginu í Norðurnesi. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 12. maí næstkomandi og hefst fundurinn klukkan 20:00. Árni formaður hefur boðist til að hýsa fundinn og verður hann haldinn í matsal fyrirtækisins HD á Kársnesi í Kópavogi. Gengið er inn í húsið norðanmegin og upp hringstiga upp á aðra hæð. Heimilisfangið er Vesturvör 36. Á dagskrá fundarins, auk venjulegra aðalfundarstarfa er meðal annars; • Vatnsveita, ástand, fyrirhugaðar viðgerðir og endurbætur. • Ofaníburður og vegaframkvæmdir. • Uppsetning á símahliði á svæði 1. Kostnaðar- og framkvæmdaáætlun • Snjómokstur og fyrirkomulag vetrarþjónustu. • Önnur mál sem brenna á félagsmönnum. Með kveðju, stjórn sumarbústaðafélagsins Norðurnes.

Vatnsveita hefur verið löguð
Apr 07 '22

Nú á að vera fullur þrýstingur á öllu kerfinu. Búið er að gera við bilun á lögninni sem ekki leyndi sér við nánari skoðun.

Vatnsveita, frekari fréttir.
Mar 22 '22

Síðustu daga hefur það verð að koma betur í ljós að líklega er leki á austurlögninni þar sem hún liggur á milli húsa 50 og 51. Til að bregðast við því og til að það tæmist ekki alveg allt vatn úr veitunni hefur verið minnkað fyrir rennsli inn á austurlögnina og þar er því lítill þrýstingur. Þau hús sem er á austurlögninni eru öll hús innan við nr. 12 á neðsta svæði, frá og með húsi nr. 30 og austur úr á miðsvæðinu og síðan hús 46, 47, 48, 49, 50 og 51.