
Fréttir
Matarbúrið er lokaðApr 19 '15
Matarbúrið að Hálsi í Kjós mun ekki opna dyr sínar aftur, nokkuð sem okkur Kjósverjum finnst auðvitað afleitt! Þau eru að opna nýja verslun í Grandanum í Reykjavík, í einni af gömlu verbúðunum, og ætla alveg að hafa söluna þar sýnist mér af vefsíðunni þeirra.
Bóndinn að Sogni hefur líka verið að rækta Galloway naut og það er spurning hvort það verður hægt í sumar að kaupa beint af honum. Mun láta vita þegar eitthvað liggur fyrir í þeim efnum.
Gleðilega páska!Apr 05 '15
Rutt í morgunApr 03 '15
Það var ófært í morgun en Sigurður á Hrosshóli stökk til og er búinn að vera að ryðja fyrir okkur eins og meistari. Það ætti að vera orðið nokkuð gott núna að öllum hliðum og inná neðra og nýja svæði.
Við þökkum Sigurði kærlega fyrir að redda okkur svona á föstudaginn langa!
Kaffi Kjós opnar - pàskaeggjaleit og bingóMar 31 '15
Kaffi Kjós vaknar af vetrardvala á skírdag, fimmtudaginn 2. apríl kl. 12.
Opið verður alla páskana
frá kl. 12-20, skírdag fram á annan í páskum, að báðum dögum meðtöldum.
Laugardaginn 4. apríl verður páskaeggjaleit kl. 12 í Kaffi Kjós. Allir krakkar velkomnir.
Um kvöldið verður Páskabingó fyrir alla fjölskylduna, kl. 21 í Hlöðunni að Hjalla. Allur ágóði rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Húsið opnar kl. 20:30, verð pr. bingó spjald er 400 kr. Fjölbreyttir vinningar og léttar veitingar til sölu.
Eftir páska er opið um helgar kl 12 – 20, laugardaga og sunnudaga.
Einnig opið eftirtalda daga kl. 12 -20
Fimmtudag 23. apríl - sumardagurinn fyrsti
Föstudag 1. maí - verkalýðsdagurinn
Fimmtudag 14. maí - uppstigningardagur
Mánudag 25. maí - annar í hvítasunnu
Eftir 1. júní verður opið alla daga.
Kaffi Kjós. Sími 566-8099 897-2219
kaffikjos@kaffikjos.is www.kaffikjos.is
Tilkynning frá RarikMar 30 '15
Rafmagnslaust verður á morgun 31. mars kl: 13.00 til 15.00 frá Hjalla að Fellsenda í Kjós vegna loka viðgerða eftir óveður 14.mars.
Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.
Bilanasími 5289390
Búið að moka fyrir páskanaMar 28 '15
Hann Sigurður á Hrosshóli var að ljúka við að moka Norðurnesið rétt í þessu. Það er núna ágætis færð inn að öllum hliðum og inná neðra og nýja svæði.
Á neðra svæði náði hann að moka afleggjarann til hægri, fram að bústað nr. 8 en það var ekki hægt að moka áfram (13+).
Það var ekki hægt að tjónka neitt við efra svæðinu en það var mokað inneftir á nýja svæðinu meðfram því efra og því getur fólk á efra svæði lagt þar.
Það verður ekkert meira gert fyrir páskana nema ef það snjóar meira þá reynum við að hreinsa upp að hliðum.
Við vonum að þið hafið það gott í páskafríinu!
- Jón og Einar
RafmagnslaustMar 28 '15
Það er bilun á rafmagninu í Kjósinni. Ég heyrði i Rarik mönnum og þeir eru að byrja að líta á þetta núna og gátu ekki gefið upp hvenær þetta væri komið aftur í lag. Væntanlega er það ekki meira en einhverjar klukkustundir.
Mokstur á vegum innan girðinaMar 23 '15
Mig langar að spyrja hvort ekki sé ekki best fara í gegnum snjóskaflana innan girðina svo það minki vatns flaumin og göturnar verði ekki að einu svaði eins og oft hefur orðið raunin væri gott að gera það í þessari viku þá væri þetta farið að jafna sig um páska,sérstakt gjald fyrir svona þjónustu minnst mér eðlilegt,hvað finnst ykkur?Hefur Sigurður á Hrosshóli ekki verið að skafa fyrir okkur ?
FésbókarsíðanMar 20 '15
Þessi síða mun örugglega verða vinæl,
https://www.facebook.com/groups/1563541280593168/
Takk fyrir framtakið :)
Fallegur dagur í KjósinniMar 18 '15
Hérna er eitt myndskeið frá því í gær til að minna okkur á að Kjósin okkar er nokkuð falleg, svona þegar veðrið er með okkur :-)