Aðalfundur 2019
May 02 '19


Aðalfundur Sumarhúsafélagsins Norðurnesi.

Formaður setur fundinn kl.19.30 þann 2 mai 2019 í Gerðubergi og óskar eftir fundarstjóra. Hörður Geirlaugsson hús 17 var samþykktur sem fundarstjóri.

Byrjað var á að kanna lögmæti fundarins. Enginn mótmælti lögmæti fundarins.

Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt.

Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti ársreikning og var hann samþykktur.

Kosning stjórnar:

Jón Bjarnason Formaður

Sigurjón Friðjónsson Gjaldkeri

Sigurður Jónsson Ritari

Björgvin Hauksson meðstjórnandi

Geir Hauksson meðstjórnandi

Sveinn Val varamaður

Skoðunarmenn Karl Arthúrsson og Birna (kona Björgvins)

Framkvæmdaáætlun 2019 kynnt:

vegagerð, snjómokstur, hlið á svæði 2, hreinsun upp úr kindahliðum.

Óbr félagsgjald + kr.10.000.- per lóð vegna vegagerðar ef þarf. Framlengd samþykkt síðan í fyrra vegna rafmagnshliðs ef af verður kr. 35.000.-

Spurt er um nýtt gjald á svæði 3 vegna vatnsveitu.

Guðrún María Gísladóttir kynnti stöðu á viðræðum stjórnar og hrepps vegna hlið máls og Sigurður Jónsson kynnti einnig vatnsveitumál. Björgvin Hauksson fór yfir brunavarnir og kynnti einnig fyrir fundargestum skatta við sölu og byggingu sumarhúss.

Formaður fer yfir verk sumarsins:

Björgvin Hauksson ætlar að yfirfara girðingar.

Sigurjón og Anna Vala ætla að stýra gróðurdegi félagsins

Sveinn Val og Úlfhildur ætla að stýra brennu áfram þetta árið.

Þakkir fyrir veitt störf – Guðrún María Gísladóttir sem lét af störfum sem ritari fær þakkir fyrir sín störf.

Fyrirspurn vegna þess að sést hefur til kanína á svæðinu en þær eru farnar.

Hörður Geirlaugsson fundarstjóri slýtur fundi kl.21.25

Mættir eru 30 frá 23 lóðum.