Félagsfundur 2015
Aug 12 '15


Félagsfundur Sumarhúsafélagsins Norðurness.

Félagsfundur var haldinn miðvikudaginn 12 ágúst 2015 í Gerðubergi. Fundarstjóri var Jón Snædal og fundarritari var Guðrún María Gísladóttir.

Jón formaður hóf fundinn á því að biðja um staðfestingu á lögmæti fundar vegna þess að fundarboð var ekki sent á pappír.

Hrafn í bústað 52 vill eindregið fá bréf sent en vildi ekki setja út á lögmæti fundarins.

Magnús í bústað 37 spurði hvort þáttaka væri næg til að fundurinn væri lögmætur.

Fundarstjóri kynnti lög félagsins og síðan landslög vegna frístundabyggðar og er töluverður munur þar á. En þegar um mismun eða ágreining ræðir þá ráða landslög. Var þarna aðallega verið að ræða um 7gr. í lögum félagsins og 22gr í lögum um frístundabyggð.

Fundarstjóri telur saman þáttöku til að staðfesta lögmæti fundar og réttmæti ákvörðunar um tillögu fundarins.

Spurt var hvort ekki þyrfti að breyta okkar lögum í takt við landslög og svarað var að það yrði lögð fram tillaga um það á næsta aðalfundi.

Gestir á fundinum eru Kristrún Sig og Símon í Gildrarholti (bústaður hinum megin við ánna) þar sem íbúar þeim megin hafa áhuga á að taka þátt í kostnaði við vegavinnu.

Myndavélavöktun

Á síðasta aðalfundi kom skýrt fram að ekki yrði samþykkt að eitt hlið yrði sett á veginn inn í hverfið og hefur núverandi stjórn því alveg slegið það útaf borðinu. Í staðinn hefur verið skoðað hvort ekki væri hægt að vakta svæðið. Jón formaður tók að sér að skoða málið og fékk m.a tilboð frá Öryggismiðstöðinni. Þetta reyndist mjög dýrt ef farin væri þessi leið og skoðaði Jón því hvort hann gæti ekki útfært þetta sjálfur. Hannleitaði til Sölva í gula bústaðnum eftir rafmagni og var það samþykkt. Síðan leitaði hann til hreppsins eftir því að fá að setja myndavél á þeirra lands en fékk neikvætt svar. Siggi á Hrosshól stakk upp á að við myndum fá að setja vélina inn á lóð hjá Sölva og fékkst það. Sölvi í gula bústaðnum mun því selja okkur rafmagn og hýsa búnaðinn. Kostnaður er ca kr.100.00.- (myndavél 25.000,tölvuhlutir 50.000,kapall 13.000 og síðan einhver jarðvegsvinna) Kostnaður við rekstur er ca kr. 5000 – 50.000.- Fylgt verður ströngustu skilyrðum Persónuverndar og fullnægt öllum skilyrðum um vélavöktun. Myndir sýndar af staðháttum og sjónarhorni eftir uppsetningu. Það verður að setja upp skilti til að tilkynna myndavélavöktun og mun Sigrún í bústað 74 taka það að sér.

Spurningar

Anna í bústað 15 – verða gömlu hliðin inn á svæðin áfram – svar – Já

Hrafn í bústað 52 – hver er kostnaður við rekstur og viðhald – svar – rekstur er kr. 5000 – 50000 fer eftir því hvernig gögn eru vistuð. Viðhaldskostnaður væri helst ef það þyrfti að skipta út myndavél sem kostar um kr. 25.000.-

Guðrún í bústað 9 - hrósar formanni fyrir útsjónarsemi og lausnir.

Sveinbjörn í bústað 34 – er hægt að lengja tímann úr mánuði á því að farga myndum - svar – það er ekki hægt vegna persónuverndar

Kristín Gildrarholti – Hvar eru myndir hýstar og hver hefur aðgang – svar – Myndir hýstar á disk í búnaði, aðeins stjórn hefur aðgang að þeim gögnum.

Birgir í bústað 49 – Má lengja snúru til að fá betra sjónarhorn – svar – ekki nema með flóknari og dýrari búnaði.

Birna í bústað 32 – er upptaka lögmæt ef verður innbrot  – svar – yrði lögð fyrir lögreglu til að styrkja málið.

Vegagerð

Jón formaður kynnir málefnið. Einar í bústað 62 vann mikið í þessu máli ásamt Sigurjóni í bústað 15 en þeir skipa veganefnd. Jón var þein til aðstoðar. Stjórn ber fullt traust til nefndarinnar. Búið er að setja saman grófa kostnaðar og verkáætlun. Búið að tala við Jón hjá Tönnin ehf um að vinna verkið þar sem hann er með fullnægjandi tæki til að gera þetta vel. Félagið mun bera allan kostnað af framkvæmdinni.

Glærur sýndar þar sem gert er grein fyrir hvað á að gera og hvernig í grófum dráttum.

Unnið verður í veginum aðallega utan svæða. Hóllin við gula bústaðinn mun verða jafnaður út og vegurinn færður yfir hann. Þar kemu efni sem hægt verður að nýta í annað. Vegur réttur af. Bílastæði stækkuð og löguð. Ræsi á neðra svæði lagað skipt um og sett ný rör á líklega 7 stöðum. 4 innan svæða og 3 utan svæðis. Einnig stendur til að laga veg upp gilið en verður að koma í ljós hvað hægt er að gera í þetta sinn vegna kostnaðar. En einhverja rás verður að gera þar og jafnvel hækka veginn.

Varðandi skiptingu á kostnaði þá ráða landslög og verður hver lóð rukkuð. Allar lóðir með númer verða rukkaðar (einnig þær 2 lóðir sem hreppurinn á og þær lóðir sem Sigurður bóndi í Stangarholti á). Gjald ákveðið kr. 23.000.- per lóð og talað um að lóðir hinum megin við ánna greiði kannski ca helming þess gjalds.

Fundarstjóri þakkar formanni og veganefnd fyrir góða kynningu. Samkvæmt talningu þá eru fulltrúar frá 26 lóðum mættir og þurfa 22 af þeim að segja já við tillögu til að ákvörðun sé lögleg (ath: endurtalning eftir fund leiddi í ljós að 28 lóðir voru í raun mættar). Fundur telst löglegur þar sem meira en þriðjungur félagsmanna eru mættir og gera ekki athugasemd við fundarboðun.

Fundarstjóri ákveður að svara Guðrúnu Egils í bústað 55 vegna athugasemdar sem hún hafði komið með áður en opnað var fyrir umræður um að henni þætti undarlegt að allt í einu núna eftir þau 17 ár sem hún hefur verið á svæðinu þurfi að fara að bæta vegi og gera ráðstafanir vegna vetrarnotkunar. Svaraði hann að allar framkvæmdir félagsins væru fyrir alla. Hingað til hefði verið eytt töluverðum peningum í bráðabirgðaviðgerðir og nú væri verið að horfa til varanlegri viðgerða.

Opnað fyrir umræður og spurningar

Spurning frá bústað 12 – hvernig skiptist kostnaður – svar eitt gjald per lóð.

Birgir í bústað 49 – má félagið gera það sem það vill utan svæðis í vegaframkvæmdum – svar – Sigurður á Hrosshól hefur tekið að sér að fá umrædd leyfi. Ekkert verður gert fyrr en það er í höfn

Sveinbjörn í bústað 34 – er hægt að leggja veg frá Írafelli inn á svæðið – svar – hefur ekki verið kannað en ef sérstakur áhugi er fyrir því þá er Sveinbirni boðið að skoða það og leggja niðurstöður fyrir stjórn.

Magnús í bústað 37 – eru með taldar þær lóðir sem hreppurinn er með á nýja svæðinu – svar – hreppurinn á 32 lóðir á efsta svæði en aðein 2 af þeim eru komnar með númer. Fá þeir því rukkun á 2 lóðir. Landeigandi ber sömu skyldur og aðrir samkvæmt lögum um frístundabyggð. Stjórn mun koma þessu til hreppsins. Sigurður bóndi lét ekki setja númer á lóðir nema að þær væru að seljast. Tvisvar var hann með líklega kaupendur sem hættu svo við en lóðirnar eru nú komnar með númer vegna þessa.

Geir í bústað 44 – getum þakkað fyrir að þeir eigi ekki fleiri lóðir þegar þarf að taka ákvarðanir !

Gestir fundarins Kristrún og Símon tóku til máls og létu í ljós vilja sinn til að greiða fullt gjald til vegagerðar fyrir hönd þeirra tveggja lóða sem þau töluðu fyrir. Þökkuðum við þeim einstakan góðvilja.

Jóhannes í bústað 45 – hvenær verður þetta gert og hve langan tíma tekur þetta – svar – tekur u.þ.b viku og verður tilkynnt áður. Ekki talið að lengi verði ófært.

Guðjón í bústað 61 – eru verð frá Jóni gefin með vsk – svar – já öll uppgefin verð eru með vsk samkvæmt lögum.

Hrafn – kostnaður við vatnsveitu hafa áhrif á samþykki vegagerðarframkvæmda – svar – tillaga um úrbætur í vatnsmálum hefur ekki aukakostnað í för með sér.

Jón Snæadal – viss áhætta þegar ekki er um útboð að ræða heldur samið um hlöss og tímavinnu – svar – Forgangsröðun verður og ekki verið eytt umfram samþykkta upphæð. Byrjað verður á hólnum, laga bílastæði og skipta um rör. Síðan metið útfrá peningaeign hver framvindan verður.

Richard í bústað 55 – Hreppurinn neitar allri samvinnu, síðan þegar hitaveita kemur þá verður allt grafið upp aftur svar – allt að 3 ár í hitavetuframkvæmdir á þessu svæði, vegurinn þolir ekki svo langa bið. En vel hægt að taka undir að hreppurinn stendur sig ekki vel gagnvart félaginu.

Tillaga borin fram. Svarað samkvæmt nafnakalli – tillaga samþykkt með öllum atkvæðum nema einu sem sat hjá.

Já: 27
Nei: 0
Sat hjá: 1

Sigurjón í bústað 15 bar saman félags og vegagjöld hjá okkar félagi samanborið við önnur og reynist okkar gjöld töluvert lærri en þekkist víða.

Einnig var rætt hvort gera ætti þetta núna eða í vor og hefur komið fram hjá þeim sem til þekkja og eiga hlut í ánni að best sé að gera þetta að hausti.

Vatnsveita

Formaður kynnir glærur um úbætur í vatnsmálum. Kynning sýnir að verið er að hugsa um að leggja auka slöngu í á upp í fjalli sem myndi bæta streymi í tankinn. Rannsóknir sýna að aðalvandinn er streymi inn í tankinn en ekki tankstærðin. Um yfirborðsvatn væri að ræða. Talað um að það hafi reynst í lagi alltaf hér áður fyrr. Sjálfsagt að taka einhver sýni til að fylgjast með hve hreint vatnið er. Þegar bæði tankur og leiðslur tæmast svona eins og gerist á þuru sumri eins og nú í ár þá er meiri hætta á óhreinindum í vatninu.

Magnús í bústað 37 bendir á að núverandi vatnsból sé ógirt.

Fundarstjóri þakkar kynningu og hefur á orði hve vel er mætt sem sýni virkni félagsins.

Önnur mál

Birna í bústað 32 talaði um hitaveitu og hvort hreppurinn væri ekki skyldugur til að skaffa kalt vatn með hitaveitunni – ákveðið af stjórn að það þyrfti að kynna sér það.

Fundi slitið kl. 21.55. Þakkað fyrir góða mætingu og áhuga félagsmanna.

Mættir voru 31 frá 28 lóðum auk tveggja gesta.