Fréttabréf 2010
May 03 '10


3. maí 2010

Fréttabréf.

Aðalfundur  sumarbústaðafélagsins Norðurness var haldinn mánudaginn 26. apríl s.l.  Þar var að sjálfsögðu ýmislegt rætt og viljum við tæpa á því helsta.    

Karl formaður setti fundinn. Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar ,gjaldkeri útskýrði ársreikninginn og var hvorttveggja samþykkt. Formaður rakti framkvæmdir s.l. árs: Girðingin umhverfis sumarhúsalöndin var lagfærð og endurnýjuð þar sem þess var þörf,skurðir milli eldra og nýja svæðis dýpkaðir og sett dren úr tengikassa vatnsveitu og fleira. Umræður voru um vatnsveituna og að allir þurfi að gæta að,hver hjá sér, að hvergi leki t.d. geta lagnir frostsprungið ef ekki er vel frá öllu gengið í upphafi.Hafið samband við vatnsveitunefnd ef þið lendið í vandræðum og spurningar vakna.

Stjórnarkjör: Stjórn og varastjórn var endurkjörin og að auki kom einn varamaður inn í viðbót. Ákvörðun framkvæmdagjalds: Fundurinn ákvað að framkvæmdagjald þessa árs yrði 4 krónur á fermetra hverrar lóðar.

Önnur mál: Fólk er mjög ósátt við hávaða af vélhjólum,sem er ekið fram og aftur um svæðið og líka var talað  um hunda.Við viljum minna á að við sýnum hvert öðru tillitssemi í öllu og að hundar eiga að vera í bandi,því við viljum jú öll að sumarbústaðalandið okkar sé griðland.Minnt var á að setja ekki mengandi rusl í brennuna.   Rætt var um gróður sem gæti valdið spjöllum t.d. (skógarkerfill,lúpina,hvönn) og fólk beðið um að halda því í skefjum.   Hliðin eiga að vera læst án undantekninga  frá 1.sept. til 1.maí og í annan tíma þegar enginn er á staðnum t.d. í miðri viku.          En um helgar á sumrin þegar gestkvæmt er,taldi fundurinn að ekki væri annað fært en að hafa opið svo fólk þyrfti ekki að fara að hliðinu og opna í hvert skipti. Ástæðanfyrir þessu  er að það var brotist inn í nokkra bústaði á s.l. ári.

Aftur var rætt um vatnsveituna að ekki væri alltaf nægt vatn.Sagt var frá að stjórn og vatnsnefnd hittust í vetur og og fóru yfir stöðuna,fylgst hafði verið með vatnsstreymi í tankinn uppi í fjalli og var það stundum mjög lítið, Karl las upp bréf sem  stjórnin sendi Sigurði landeiganda í framhaldi af þeim fundi ,efni þess var að afla þyrfti meira vatns í veituna og grafa dýpri brunn,því það er álit stjórnar og vatnsnefndar að nóg vatn sé til staðar aðeins þurfi að sækja það dýpra.  Sigurður hafði samband við Karl  vegna bréfsins,hann var meðvitaður um að bæta þyrfti úr þessu og vonumst við eftir því nú í vor.   Kosið var í skemmtinefnd.   Fundi slitið kl.10.10.

Stjórnin þakkar fyrir góðan fund og vonast til góðs samstarfs og að allir leggist á eitt að hafa hlutina í lagi.  Sniðugt gæti verið að prenta þetta bréf út til að hafa í bústaðnum, ef þarf að hafa samband við stjórn eða nefndir  og til að minna sig á reglur : (læsa hliðum,vélhjól,hundar)

Með bestu kveðju fyrir hönd stjórnar, Védís Gunnarsdóttir ritari.

Stjórn: Karl Arthúrsson formaður bústað 10, Guðný Kristmundsdóttir gjaldkeri b.37,Védís b.14 varamenn:  Smári Wiium b. 19,Gísli Geirsson b.12 ,Sigurður Rúnarsson b.13.                            

Vatnsnefnd: Magnús Guðmundsson  b. 37 og Kristján Guðleifsson b. 25.

Skemmtinefnd:  Páll Kárason b. 40 og Birna Markúsdóttir b. 32.