Aðalfundur 2013
May 29 '13


Aðalfundur sumarhúsafélagsins Norðurness var haldinn í Gerðubergi  miðvikudaginn  29 mai 2013. Mættir voru 45 frá 29 lóðum.

Formaður setti fundinn og óskaði eftir fundarstjóra. Jón Snædal var samþykktur sem fundarstjóri.

Ritari las fundargerð síðasta aðalfundar, hún var samþykkt.

Formaður flutti skýrslu stjórnar:  Vegagerð var lítil og þarf að gera meira. Formaður hafði rætt við Jón á Hálsi sem tók vel í það. Girðing talin í góðu lagi og að ekki þurfi að gera mikið í henni. Hver og einn skoði girðingu í kringum sig. Vatnsveita þarf mikið eftirlit, Magnús og Benedikt fá þakkir fyrir gott starf. Fengin hefur verin skýrsla um vatnsþörf og metið er að vatnsveita dugi ekki.

Jörðin Möðruvellir hefur verið seld hreppnum en Sigurður bóndi hélt eftir þeim lóðum í eldra hverfi sem eru óseldar. Nýja hverfið er eign hreppsins. Ræsi á Trönudalsá orðin tæp, sérstaklega neðra ræsi. Sprunga á röri. Þeir aðilar sem eru að láta vinna fyrir sig eru beðnir um að beina þeim tilmælum til vertaka sinna að nota tæki sem vegurinn þoli. Mikið um spor og slóðir eftir stór tæki. Enn vantar göngubrú á efra svæði. Enn rætt um hlið til að loka svæðinu, hreppstjóri ber við Umhverfisstofnun en hafði ekki svör varðandi viðhald eða hver bæri ábyrgð á veginum.

Skýrsla formanns samþykkt.

Gjaldkeri útskýrði ársreikning og var hann samþykktur. Reikningar eru óendurskoðaðir. Lóðir 42-43 og 4 eru í skuld.

Engar lagabreytingar lágu fyrir.

Kosning stjórnar; Karl Arthúrsson 10 endurkjörinn formaður, Sigurður Rúnarson 13 gjaldkeri, Guðrún María Gísladóttir 59 ritari. Meðstjórnendur Sigurður Finnsson 20 og Richard Jónsson 55.

Skoðunarmenn; Stefán Friðbjarnarson og Geir Hauksson

Brennunefnd; Birna Markúsdóttir 32 og Páll Kárason 40-41

Veganefnd: Sigurður og Árni

Girðinganefnd; tala við Val vegna þess.

Framkvæmdagjald var ákveðið kr. 8.000 á lóð og samþykkt að halda inni kr. 2.000.- viðbót ef að inneign sýndist ekki ætla að duga fyrir framkvæmdum.

Undir liðnum önnur mál var ýmislegt rætt: Hver á að greiða kostnað vegna lóða á efsta svæði ? Aðeins 7-8 lóðir seldar á því svæði. Mikið rætt um vega og hliðmál. Kynnt koma hreppsmanna á fundinn og hvað liggur heitast á fólki gagnvart hreppnum vegna hinna nýju eignatengsla t.d hlið, vatnsveita, umhirða vega og girðinga, hverjir bera kostnað vegna óseldra lóða á efsta svæðinu. Hver er stefnan hjá hreppnum? Áréttað er að sama þjónusta sé á efsta svæði og annarsstaðar. Talað um hlið eða keðju til að loka efsta svæði.

Guðmundur Davísson oddviti og Sigríður Klara Árnadóttir rekstrarfræðingur  mættu fyrir hönd hreppsins og kynntu hitaveitu gróflega. Þar er skoðað í sameingu lögn á hitaveitu – ljósleiðara – kalt vatn. Þetta er ef finnst nægt heitt vatn. Möðruvellir, þar sem heita vatnið fannst liggja mjög miðsvæðis sem auðveldar lagningu. Til að af verði þurfa öll lögbýli og 80% sumarhúsa að taka inn hitaveitu. Borhola hefur aðeins dalað og skoðað er með aðra borun. Stefnt er að byrja lagningu árið 2014 -2015. 440 tengistaðir – 75% á fyrra ári og afgangur á seinna ári. Varðandi kostnað þá leggja löbýli sinn styrk í pottinn og sumarhúsaeigendur njóta góðs af. Tengigjald áætlað kr. 560.000.- plús vsk. Eingreiðsla í byrjun. Mánaðargjald miðað við 3 mínútulítra er ca 10-12.000 per mán. Þetta tengigjald er svipað og í Grímsnesi.( 620.000.-)

Guðmundur oddviti segir að Vegagerðin geri ekkert vegna peningaleysis. Eins segir hann okkur að hreppurinn kaupi af Sigurði kvaðalaust varðandi veg, vatn og hlið.

Guðmundir býður stjórn félagsins til fundar og skrafs varðandi hlið, kaldavatnsmagn og viðhald vega og girðinga.

Fundi slitið ca 22.30.