Fréttir
Opið hús í Ásgarði 17. mars - þjónustuaðilar með tilboðMar 12 '19
Ákveðið hefur verið í samvinnu við netþjónustuaðila að vera með opið hús í Ásgarði, sunnudaginn 17. mars, frá kl. 11 - 15
þar sem fólk getur komið og fengið kynningu á því sem er í boði í þjónustu um hinn nýja ljósleiðara.
Þeir aðilar sem hafa staðfest mætingu eru (í stafrófsröð): Hringdu, NOVA, Síminn og Vodafone.
Takið daginn frá, kíkið í kaffi í Ásgarði og kynnið ykkur hvað er í boði
Íbúafundur um umferðaröryggiFeb 04 '19
Íbúafundur verður haldinn laugardaginn 9. febrúar kl.12 í Félagsgarði en þar fá íbúar tækifæri til að koma með frekari ábendingar og upplýsingar um umferðaröryggisáætlun og ávinning verkefnisins.
Kjósarhreppur er nú að hefja vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélagsins og íbúa.
Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, gera úrbætur, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun.
Mörg sveitarfélög í landinu hafa gert slíka áætlun eftir leiðbeiningum Samgöngustofu.
Kristjana Erna Pálsdóttir hjá VSÓ Ráðgjöf leiðir verkefnið ásamt Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur hreppsnefndarfulltrúa og formanns samgöngu – og fjarskiptanefndar í Kjós.
Hagsmunaaðilar í Kjós koma einnig að verkefninu eins og fulltrúi hestamanna, fulltrúi íbúa, björgunarsveitarinnar og bílstjóri skólabílsins.
Nánar hér: http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/206478/
Þorrablót Kvenfélags KjósarhreppsJan 20 '19
Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps berður haldið í Félagsgarði laugardaginn 26. janúar kl. 20:30
Húsið opnað kl. 20:00 Aldurstakmark er 18 ár. Þorramatur og opinn bar
Hljómsveitin Farandskuggarnir heldur uppi fjörinu til kl. 03.00.
Miðapantanir í síma 5667028 miðvikudaginn 23. janúar frá kl 15:30 – 18:00. Miðaverð er kr. 8.500.- Miðarnir verða afhentir í Félagsgarði föstudaginn 25. janúar á milli kl 16:00 – 18:00 Posi á staðnum
Ekki verður hleypt inn í húsið eftir matinn. Spariklæðnaður
- Nefndin
JólakveðjaDec 25 '18
Gleðileg jól kæru félagar og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Ég vona að þið hafið það öll sem allra best og við sjáumst hress og kát á nýju ári.
Kveðja,
Stjórnin
Vegavinna í dag, 20. nóv.Nov 20 '18
Það er verið að vinna í veginum inná Norðurnesið í dag og það má búast við töfum fyrir ferðalanga vegna þessa.
Brenna á laugardaginn 4. ágústJul 31 '18
Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn 4. ágúst.
Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00.
Sjáumst hress :)
Brennunefndin
Kátt í KjósJul 10 '18
Kátt í Kjós hátíðin verður haldin laugardaginn 21. júlí. Sjá nánar hér: http://www.kjos.is/Files/Skra_0078461.pdf
Gróðurdagur 7.júlíJun 30 '18
Kæru félagsmenn
Næsta laugardag 7. júlí verður haldin gróðurdagur í Norðurnesi sem hugsaður er til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu.
Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota um næstu helgi.
Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að vera með og fá slátturorf lánað.
Endilega látið mig vita sem fyrst með skilaboðum hér á facebook eða hringið í mig í síma 820-8110. Í von um góð viðbrögð frá ykkur, kveðja Anna Vala
Rafmagnslaust aðfaranótt miðvikudags 9. maíMay 07 '18
Viðgerð er nú lokið
Frá Rarik:
Breyting:
Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi frestað til kl: 03.00 aðfaranótt 09.05.2018 frá kl 03:00 til kl 05:00 vegna vinnu Landsnets í aðvst Brennimel.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.
Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi 09.05.2018 frá kl 00:30 til kl 02:30 vegna vinnu Landsnets í aðveitustöðinni Brennimel.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.