Fréttir

Sigurður grafari er reiðubúinn
Oct 01 '13

Ég talaði við Sigurð á Hrosshóli og hann er meira en til í að hjálpa til ef það þarf að grafa snjó í vetur, hvort sem það er í gilinu eða annarsstaðar sem er að valda fólki vandræðum.

Kíktu hingað fyrir nánari upplýsingar.

Veturinn er kominn!
Sep 22 '13

Jæja, fyrsta næturfrostið er komið í Norðurnesið. Ef þið eruð með eitthvað sem þolir illa frost þá væri sniðugt að kippa því inn fyrir.

Hreinsun á rotþró
Sep 22 '13

Sæl
Guðný sveitastjóri var að senda mér línu og biðja um að eftirfarandi skilboð yrðu send á félagsmenn.

"Rotþrær verða hreinsaðar í Norðurnesi í vikunni, þær þurfa að vera aðgengilegar og vel merktar.
Það er Hreinsitækni sem sér um verkið"

Kv Siggi