
Fréttir
Sólarkaffi í NorðurnesinuFeb 01 '14
Suðurmyndavélin í Norðurnesi 74 tók þetta fallega myndskeið þann 27. janúar síðastliðinn, þegar sólin skreið yfir Skálafellið í fyrsta skiptið á þessu ári.
http://www.youtube.com/watch?v=m69yGv5ww4c
Það er annars fín færð uppeftir og ég komst á nagllausum fólksbíl í bústaðinn minn á efsta svæðinu. Geir og Jórunn komust á jeppanum sínum alla leið að innsta bústaðnum á efra svæðinu.
Rafmagnslaust í dagJan 29 '14
Rafmagnslaust varð í Kjósinni í dag milli 13.00 og 17.00. Þetta var vegna tengingar hjá Rarik. Rafmagnsleysið varð 1klst lengur en stóð til.
Vegna þessa datt út tölvan hjá mér enn og aftur og við fáum því ekki veðurfarsupplýsingar fyrr en ég fæ tækifæri til að sparka í hana.
Veðurstöð og myndavélar komnar innJan 25 '14
Ég er búinn að sparka í dótið og það er inni núna.
Það er annars ágætis færð uppfrá en það er búið að vera rigning. Það er erfitt að fara síðasta spölinn inná Norðurnesið sjálft án þess að vera á nöglum eða með fjórhjóladrif.
Þeir sem eru á jeppum ættu að eiga í litlum vandræðum með að komast inná efra og nýja svæðið a.m.k (veit ekki með neðra).
Myndavélar og veðurstöð óvirkJan 18 '14
Myndavélarnar og veðurstöðin eru óvirk að svo stöddu. Mig grunar að tölvan sem sér um þetta hafi krassað. Því miður verður þetta niðri þangað til að ég kemst þarna upp eftir til að sparka í kerfið.
HálkaJan 02 '14
Ætla að reyna að fara á morgun og hafa sand í fötu til að henda á verstu blettina
Snjór og færðJan 01 '14
Það eru sjálfsagt einhverjir að spá í að skreppa uppí sumarbústað um helgina í góða veðrinu.
Gilið hefur verið snjólaust eftir að Sigurður á Hrosshóli gróf það út fyrir Einar fyrir tveim vikum en það er enn ófært inná öll þrjú svæðin.
Farið varlega í gilinu því það er rosalega mikil hálka þar.
Gleðileg jól og farsælt komandi árDec 24 '13
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Innilegar þakkir fyrir árið sem er að líða.
Sjáumst hress á nýju sumarbústaðaári!
Myndavélar og færðinDec 10 '13
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá duttu tvær af myndavélunum á vefnum út fyrir rúmri viku.
Við Geir renndum uppeftir í gær á jeppanum og kipptum þeim í liðinn. Færðin var ekkert frábær síðasta spölinn og við myndum ekki mæla með að fólk fari uppeftir á fólksbílum.
Aðventumarkaðurinn í FélagsgarðiDec 06 '13
Samkvæmt kjósarvefnum verður hinn árlegi aðventumarkaður haldinn í Félagsgarði á morgun, laugardaginn 7. desember frá kl 13-17.
Ef þið eruð uppfrá um helgina er um að gera að skella sér. :-)
Ert þú tilbúin(n) fyrir frostið mikla?Dec 03 '13
Það er spáð allt að 20 gráðu frosti í Kjósinni á fimmtudag (sjá veðurstöð). Oft var þörf en nú er nauðsyn að sjá til þess að vatn geti ekki frosið í leiðslum eða klósettum.