Fréttir
JólakveðjaDec 23 '17
Gleðileg jól kæru félagar og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Ég kíkti upp eftir nú rétt fyrir helgi og færðin er fín, en það er flughálka upp afleggjarann inn til Norðurness og ég myndi mæla með nagladekkjum fyrir þá sem ætla að renna upp í bústaðinn sinn. Einnig væri ekki úr vegi að hafa sandpoka meðferðis.
Við fjölskyldan í nr. 74 verðum uppfrá um helgina og það væri gaman að heyra í öðrum á fésbókarsíðunni sem verða í Norðurnesinu um jólin.
Ég vona að þið hafið það öll sem allra best og við sjáumst hress og kát á nýju ári.
Kveðja,
- Nonni
Eftirherman og orginalinn í KjósinniNov 30 '17
Góðan daginn
Næsta laugardag (2. des) verða Eftirherman og orginalinn (Guðni Ágústs og Jóhannes) í Félagsgarði í Kjós.
Húsið er opið frá 18.30 - 01.00. Sýningin hefst kl. 20.30. Miðaverð 3.500 krónur. Miðar seldir við inngang.
Kær kveðja
Einar Tönsberg
Veðurstöðin útiNov 27 '17
Veðurstöðin er úti um þessar mundir. Ég er að velta fyrir mér hvort mýslurnar séu búnar að naga í sundur aðra netsnúru...
Myndavélarnar eru ennþá í gangi og ég kíki á veðurstöðina við fyrsta tækifæri.
- Nonni
Leiðrétting: Svæði 1-2 hafa ekki verið tengd ennNov 20 '17
Við hlupum á okkur í fyrri frétt um hitaveitu. Einungis hefur verið hleypt á svæði 3 (efsta svæðið). Svæði 1-2 hafa ekki verið tengd enn því það varð seinkun á að setja upp tengikassa.
Þetta verður að öllum líkindum klárað í vikunni og við sendum út frétt þegar það hefur verið gert.
Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.
- Stjórnin.
Breyting: Allt komið inn núna
Heitt vatn byrjað að flæða um NorðurnesiðNov 15 '17
Kæru félagar,
Þá er komið að stóru stundinni. Búið er að kveikja á hitaveitunni upp í Norðurnesið okkar!
Hús nr. 56 var fyrst til að tengjast sl. mánudag og gekk allt saman vel fyrir sig.
Það er eftir engu að bíða fyrir píparana að klára að tengja og hringja svo í Kjartan hjá Kjósarveitum.
Til hamingju með þennan áfanga Norðurnesingar!
- Stjórnin
Svæði 3 lokað í dag, 9. nóvNov 09 '17
Lokað verður upp á svæði 3 (efsta svæðið) eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 9. nóv vegna lagningar hitaveitu.
Á morgun, föstudag verða kannski einhverjar óverulegar lokanir og vinnuvélar færa sig ef fólk þarf að komast framhjá. Fólk ætti því ekki að lenda í vandræðum með að komast uppeftir um helgina.
Stjórnin
Svæði 2-3 lokuð 8. nóvNov 08 '17
Frá Kjósarveitum:
Gröfutækni eru komnir að miðsvæðinu að sjóða saman stál-stofninn.
Þeir verða að loka veginum á milli Norðurness 24 og 58 vegna suðuvinnu, frá hádegi og fram eftir degi í dag, miðvikudaginn 8. nóv.
Aðgengi að efsta svæðinu verður einnig takmarkað á þeim tíma.
Þeir eru bjartsýnir að þeir verði ekki lengur en út vikuna með það sem eftir er með stofninn. Sem þýðir að hægt verði að hleypa á Norðurnesið í næstu viku!
Eftir það verði þeir farnir af svæðinu og færi sig yfir í Vindáshlíðina.
Með Kjósarkveðju,
Sigríður Klara Árnadóttir
Nú er frost á fróniNov 03 '17
Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá var ansi vetrarlegt um að lítast á myndum frá Norðurnesinu í morgun.
Það er spáð frosti næstu daga og ekki væri úr vegi að kíkja uppeftir og sjá hvort ekki sé allt tilbúið fyrir veturinn.
- Stjórnin
Kvöldmáltíð í Kjós – Stefnumót við landslagNov 01 '17
Föstudaginn 10. nóvember kl. 19.30 í Hlöðunni að Hjalla
Öllum Kjósverjum, íbúum og öðrum sem dvelja í Kjósinni, er boðið til kvöldmáltíðar og stefnumóts við landslag föstudagskvöldið 10. nóvember. Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrána
Stefnumótið er hluti af verkefninu Landslag og þátttaka, nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.
- Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir (gudbjorgr@hi.is)
Vegur að svæðum 2-3 lokaður í fyrramálið, 1. nóvOct 31 '17
Eitthvað gekk erfiðlega að þvera veginn í dag við Gildruholt og því þurfa þeir að loka veginum á morgun, 1. nóv til að klára þetta.
Þeir eru að vonast til að klára þetta fyrir miðjan dag.