Fréttir

Fréttir frá árinu 2019 ( 25 fréttir fundust )

Staðan á vatnsveitunni
23. des. 2019 12:36

Í lok síðustu viku var alveg vatnslaust í Norðurnesinu. Vandamálið er búið að vera viðvarandi síðustu vikur og hefur verið unnið að því að leita að biluninni, sem lýsir sé í því að miðlunartankurinn tæmist á skömmum tíma og líklega því um rofna lögn að ræða. Nú eru taldar góðar líkur á að bilunin sé fundin. Búið er að loka fyrir stofn sem flytur vatn inn á suðursvæði (svæði 3) vestanmegin og virðist þá þrýstingur haldast á kerfinu. Þau hús sem eru vatnslaus -- fram að þeim tíma þegar unnt verður að grafa niður á lögnina og laga bilunina -- eru númer 61, 62 og 74.

Vegavinna inni á svæðum
22. okt. 2019 20:07

Það verða vegavinnuframvæmdir á morgun, miðvikudaginn 23. okt. Mestmegnis verður unnið á svæði 2 við að holufylla en ef tími gefst verður líka efni sett annarsstaðar.

Það ættu ekki að vera miklar lokanir þessu tengdar nema rétt svo á meðan hlössin eru sett niður og slétt úr.

Framkvæmdakveðjur,

Stjórnin

Vestur- og austurmyndavélar komnar í gagnið
24. sep. 2019 09:41

Eftir langa bið þá eru komnar nýjar myndavélar í vestur og austur, aðgengilegar á myndavélasíðunni.

Við erum svo með ágætis síðu þar sem hægt er að skoða myndirnar í hárri upplausn og fara á milli þeirra með allt að 10sek millibili. Það er hægt að skoða þetta hér eða með því að ýta á 'stór mynd' hlekkinn undir hverri mynd á myndavélasíðunni.

Aðalvatnsveita virk
16. sep. 2019 10:30

Skipt hefur verið yfir á aðalvatnsveituna.Við erum með góða tilfinningu fyrir þessu núna og vonum að þetta haldist í lagi.

Neyðarvatnsveitan virk
25. ágú. 2019 10:58

Það var skipt yfir á aðalvatnsveituna í gær en ríflega 6 klst síðar tæmdist hún (sem segir okkur að útrennslið hafi verið 60 l/m).

Því var skipt aftur yfir á neyðarveituna í Trönudalsá í morgun. Við ráðleggjum fólki að sjóða neysluvatnið. 

 - stjórnin 

Aðalvatnsveita virk
24. ágú. 2019 17:50

Skipt hefur verið yfir á aðalvatnsveitu. Því þarf ekki lengur að sjóða vatnið og við ættum nú að hafa eðlilegan þrýsting á kalda vatninu.

Sjáum hvort þetta dugi eitthvað en látið endilega vita á fésbókinni eða með tölvupósti til stjorn@nordurnes.is ef kalda vatnið klárast.

 - Stjórnin

Breytingar á vefnum
11. ágú. 2019 18:42

Ég er búinn að stækka vefsíðuna dálítið, það eru allir með svo stóra skjái þessa dagana og það er um að gera að nýta það.

Myndirnar á Myndavélasíðunni eru nú búnar til í hærri upplausn líka og rauntímamyndavélin einnig.

Ég vona að þessu verði vel tekið en látið mig vita ef þið lendið í vandræðum með þetta.

Takið einnig eftir að austurvélin er dottin út en unnið er að viðgerð.

Kv,

Jón

Vegavinna inni á svæðum
07. ágú. 2019 10:36

Unnið verður við að moka upp úr grindahliðum í sumarbústaðalandinu okkar fimmtudaginn 8. ágúst. n.k.

Til að lokast ekki inni með bílana er rétt að færa þá út fyrir svæðið.

Vonum að þetta valdi ekki óþægindum.

Stjórnin.

Brenna um verslunarmannahelgina
29. júl. 2019 09:21

Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness um verslunarmannahelgina.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00  laugardaginn 3. ágúst.

Það er góð spáin um helgina og við hlökkum til að sjá sem flesta.

Brennunefndin

Kátt í Kjós á laugardaginn
16. júl. 2019 08:25

Laugardaginn 20. júlí verður Kjósin opnuð fyrir gestum og gangandi undir kjörorðinu „Kátt í Kjós“ og er þetta í þrettánda sinn sem efnt er til opins dags í sveitafélaginu. 

Fjölmargir áhugaverðir staðir verða opnir og bjóða gesti þar velkomna.

Dagskrá og viðburðir 

Láttu sjá þig!

Vinna við vatnsveitu í dag, fimmtudag 4. júl
04. júl. 2019 12:13

Jón í nr. 74 er að vinna aðeins í vatnsveitunni í dag, 4. júlí og er að prófa að skipta yfir á aðalveituna og gera mælingar. Það gæti orðið eitthvað vatnslaust en þessu líkur seinni partinn.

Látið vita í síma 821-2558 ef þetta veldur vandræðum.

kv,

Jón

Gróðurdagur 29. júní
21. jún. 2019 11:16

Kæru félagsmenn 

Eins og undanfarin ár, þá munum við vera með gróðurdag hér í Norðurnesinu Laugardaginn 29. júni til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 
Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota helgina 28-30 júní.
Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að vera með og fá slátturorf lánað.
Endilega látið mig vita sem fyrst með skilaboðum eða hringið í mig í síma 820-8110. Í von um góð viðbrögð frá ykkur, kveðja Anna Vala

Mynd: Erling Ólafsson

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinna við hlið á svæði nr 2
20. jún. 2019 20:22

Kári (nr. 48) mun vera að vinna í hliðinu á svæði 2 í fyrramálið, föstudaginn 21. Júní.

Það má gera ráð fyrir umferdartöfum um svæði 2 á morgun. 

Vegavinna í Norðurnesi
19. jún. 2019 14:29

Skilaboð frá Einari (nr. 62):

Vegavinna er hafin í Norðurnesi. Umferðartafir óhjákvæmilegar.

Rauntímamyndavélar virkar
18. jún. 2019 19:19

Til að halda upp á innreið ljósleiðarans í Norðurnesið þá er búið að virkja rauntímastraum í myndavélunum.

Veljið 'Rauntímí' hér að ofan og sjáið Norðurnesið "læv" :)

Hæ hó og jibbí jei
17. jún. 2019 11:53

Gleðilegan þjóðhátiðardag kæru Norðurnesingar! Við vonum að sumarið verði sem allra best.

 - Stjórnin

Neyðarvatnsveita er virk
09. jún. 2019 19:35

Neyðarvatnsveitan í Trönudalsá er tengd. Því gæti verið gott að sjóða neysluvatn.

Sýnum fyrirhyggju vegna elds
05. jún. 2019 19:06

Stjórn félagsins vill beina þeim tilmælum til allra að öll meðferð opins elds, eldfæra og einnota grilla er bönnuð á svæðinu, sér í lagi við þær aðstæður sem nú eru, mikill þurrkur á öllum gróðri og landi enda hefur ekki rignt á svæðinu í langan tíma.     

Það má lítið út af bregða til að stórtjón gæti orðið.

Sýnum fyrirhyggju og forðumst tjónin.

Stjórnin

Innbrot í Norðurnesinu
04. jún. 2019 13:42

Brotist var inn í bústað í Norðurnesinu einhverntíman á síðustu þremur vikum.

Hurð var spennt upp og einhverju stolið en sem betur fer voru ekki miklar skemmdir á sjálfu húsinu.

Það væri ráð fyrir þá sem hafa ekki kíkt í húsið sitt í einhvern tíma að renna uppeftir og athuga með aðstæður. Það er aldrei að vita nema þjófarnir hafi farið í önnur hús.

Stjórnin.

Fundargerð aðalfundar
14. maí 2019 11:16

Takk fyrir aðalfundinn þann 2. maí. Hérna er fundargerð fráfarandi ritara: http://nordurnes.is/Meeting/49

Skýrslur stjórnar og glærukynningar kvöldsins má finna hér: http://nordurnes.is/Nordurnes/documents

kveðja,

stjórnin

Rafmagnslaust fös 10. maí
06. maí 2019 13:53

Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjós aðfaranótt 10.05.2019 frá kl 00:00 til kl 07:00 vegna vinnu í aðveitustöðinni Brennimel.

Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Aðalfundarboð 2019
18. apr. 2019 10:25

Kæru félagar,

Aðalfundur sumarbústaðafélagsins Norðurnes verður haldinn fimmtudaginn, 2. maí kl 19.30 í Gerðubergi.

Dagskrá:

  • Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sumarsins.
  • Skipan í nefndir.
  • Kynning á hliðamálum.
  • Breytingar á stjórn.
  • Umræða um eldvarnir, vatnsinntök og skattamál.
  • Venjuleg aðalfundarstörf.

Kveðja,

Stjórnin

Opið hús í Ásgarði 17. mars - þjónustuaðilar með tilboð
12. mar. 2019 18:11

Ákveðið hefur verið í samvinnu við netþjónustuaðila að vera með opið hús í Ásgarði, sunnudaginn 17. mars, frá kl. 11 - 15

þar sem fólk getur komið og fengið kynningu á því sem er í boði í þjónustu um hinn nýja ljósleiðara.

Þeir aðilar sem hafa staðfest mætingu eru (í stafrófsröð): Hringdu, NOVA, Síminn og Vodafone.

Takið daginn frá, kíkið í kaffi í Ásgarði og kynnið ykkur hvað er í boði

http://kjos.is/allar-frettir/nr/206582/

Íbúafundur um umferðaröryggi
04. feb. 2019 08:57

Íbúafundur verður haldinn laugardaginn 9. febrúar kl.12 í Félagsgarði en þar fá íbúar tækifæri til að koma með frekari ábendingar og upplýsingar um umferðaröryggisáætlun og ávinning verkefnisins.

Kjósarhreppur er nú að hefja vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að því að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélagsins og íbúa. 
Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, gera úrbætur, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun.  
Mörg sveitarfélög í landinu hafa gert slíka áætlun eftir leiðbeiningum Samgöngustofu. 
Kristjana Erna Pálsdóttir hjá VSÓ Ráðgjöf leiðir verkefnið ásamt Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur hreppsnefndarfulltrúa  og formanns samgöngu – og fjarskiptanefndar í Kjós. 
Hagsmunaaðilar í Kjós koma einnig að verkefninu eins og fulltrúi hestamanna, fulltrúi íbúa, björgunarsveitarinnar og bílstjóri skólabílsins. 

Nánar hér: http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/206478/

Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps
20. jan. 2019 10:41

Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps berður haldið í Félagsgarði laugardaginn 26. janúar kl. 20:30

Húsið opnað kl. 20:00 Aldurstakmark er 18 ár. Þorramatur og opinn bar

Hljómsveitin Farandskuggarnir heldur uppi fjörinu til kl. 03.00.

Miðapantanir í síma 5667028 miðvikudaginn 23. janúar frá kl 15:30 – 18:00. Miðaverð er kr. 8.500.- Miðarnir verða afhentir í Félagsgarði föstudaginn 25. janúar á milli kl 16:00 – 18:00 Posi á staðnum

Ekki verður hleypt inn í húsið eftir matinn. Spariklæðnaður

- Nefndin

Tímabil:  Nýjast · 2023 · 2022 · 2021 · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt