Fréttir

Fréttir frá árinu 2017 ( 33 fréttir fundust )

Jólakveðja
23. des. 2017 01:32

Gleðileg jól kæru félagar og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Ég kíkti upp eftir nú rétt fyrir helgi og færðin er fín, en það er flughálka upp afleggjarann inn til Norðurness og ég myndi mæla með nagladekkjum fyrir þá sem ætla að renna upp í bústaðinn sinn. Einnig væri ekki úr vegi að hafa sandpoka meðferðis.

Við fjölskyldan í nr. 74 verðum uppfrá um helgina og það væri gaman að heyra í öðrum á fésbókarsíðunni sem verða í Norðurnesinu um jólin.

Ég vona að þið hafið það öll sem allra best og við sjáumst hress og kát á nýju ári.

Kveðja,

 - Nonni

Eftirherman og orginalinn í Kjósinni
30. nóv. 2017 17:03

Góðan daginn

Næsta laugardag (2. des) verða Eftirherman og orginalinn (Guðni Ágústs og Jóhannes) í Félagsgarði í Kjós. 

Húsið er opið frá 18.30 - 01.00. Sýningin hefst kl. 20.30. Miðaverð 3.500 krónur. Miðar seldir við inngang.

Kær kveðja

Einar Tönsberg

Veðurstöðin úti
27. nóv. 2017 10:00

Veðurstöðin er úti um þessar mundir. Ég er að velta fyrir mér hvort mýslurnar séu búnar að naga í sundur aðra netsnúru...

Myndavélarnar eru ennþá í gangi og ég kíki á veðurstöðina við fyrsta tækifæri.

 - Nonni

Leiðrétting: Svæði 1-2 hafa ekki verið tengd enn
20. nóv. 2017 11:22

Við hlupum á okkur í fyrri frétt um hitaveitu. Einungis hefur verið hleypt á svæði 3 (efsta svæðið). Svæði 1-2 hafa ekki verið tengd enn því það varð seinkun á að setja upp tengikassa.

Þetta verður að öllum líkindum klárað í vikunni og við sendum út frétt þegar það hefur verið gert.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.

- Stjórnin.

Breyting: Allt komið inn núna

Heitt vatn byrjað að flæða um Norðurnesið
15. nóv. 2017 08:49

Kæru félagar,

Þá er komið að stóru stundinni. Búið er að kveikja á hitaveitunni upp í Norðurnesið okkar!

Hús nr. 56 var fyrst til að tengjast sl. mánudag og gekk allt saman vel fyrir sig.

Það er eftir engu að bíða fyrir píparana að klára að tengja og hringja svo í Kjartan hjá Kjósarveitum.

Til hamingju með þennan áfanga Norðurnesingar!

 - Stjórnin

 

Svæði 3 lokað í dag, 9. nóv
09. nóv. 2017 12:38

Lokað verður upp á svæði 3 (efsta svæðið) eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 9. nóv vegna lagningar hitaveitu.

Á morgun, föstudag verða kannski einhverjar óverulegar lokanir og vinnuvélar færa sig ef fólk þarf að komast framhjá. Fólk ætti því ekki að lenda í vandræðum með að komast uppeftir um helgina.

Stjórnin

Svæði 2-3 lokuð 8. nóv
08. nóv. 2017 14:15

Frá Kjósarveitum:

Gröfutækni eru komnir að miðsvæðinu að sjóða saman stál-stofninn.

Þeir verða að loka veginum á milli Norðurness 24 og 58 vegna suðuvinnu, frá hádegi og fram eftir degi í dag, miðvikudaginn 8. nóv.

Aðgengi að efsta svæðinu verður einnig takmarkað á þeim tíma.

Þeir eru bjartsýnir að þeir verði ekki lengur en út vikuna með það sem eftir er með stofninn. Sem þýðir að hægt verði að hleypa á Norðurnesið í næstu viku!

Eftir það verði þeir farnir af svæðinu og færi sig yfir í Vindáshlíðina.

Með Kjósarkveðju,
Sigríður Klara Árnadóttir

Nú er frost á fróni
03. nóv. 2017 10:56

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá var ansi vetrarlegt um að lítast á myndum frá Norðurnesinu í morgun.

Það er spáð frosti næstu daga og ekki væri úr vegi að kíkja uppeftir og sjá hvort ekki sé allt tilbúið fyrir veturinn.

 - Stjórnin

Kvöldmáltíð í Kjós – Stefnumót við landslag
01. nóv. 2017 08:45

Föstudaginn 10. nóvember kl. 19.30 í Hlöðunni að Hjalla

Öllum Kjósverjum, íbúum og öðrum sem dvelja í Kjósinni, er boðið til kvöldmáltíðar og stefnumóts við landslag föstudagskvöldið 10. nóvember. Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrána

Stefnumótið er hluti af verkefninu Landslag og þátttaka, nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

 - Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir (gudbjorgr@hi.is)

Vegur að svæðum 2-3 lokaður í fyrramálið, 1. nóv
31. okt. 2017 22:12

Eitthvað gekk erfiðlega að þvera veginn í dag við Gildruholt og því þurfa þeir að loka veginum á morgun, 1. nóv til að klára þetta.

Þeir eru að vonast til að klára þetta fyrir miðjan dag.

 

Vinna við stofnlögn
26. okt. 2017 11:44

Gröfutækni verður að vinna við stofnlögn upp að Norðurnesinu næst tvær vikurnar (til ca. 10 nóv) og búast má við einhverjum lokunum.

Það ætti samt aldrei að vera lokað lengi í einu þannig að ekki mun þurfa frá að hverfa ef við komum að vinnutækjum á veginum.

 - Stjórnin

Netið endurbætt
18. okt. 2017 09:18

Sumarbústaðafélagið hefur ákveðið að gerast áskrifandi af 3G neti símans í bústaði nr. 74 þar sem veðurstöðin og myndavélarnar eru til húsa. Þetta nýja net kemur í staðinn fyrir gömlu emax tenginguna sem hefur verið endalaus vandræði með frá byrjun.

Jón í nr. 74 hefur sjálfur staðið fyrir kostnaði nets hingað til en núna tekur sumarbústaðafélagið yfir rekstur tengingarinnar.

Þetta nýja net er vonandi þónokkuð tryggara og við vonum að uppitími myndavéla og veðurstöðvar verði eitthvað betri þennan veturinn (þrátt fyrir að annarskonar vandamál geti alltaf komið upp).

 - Stjórnin

Heimtaugum lokið
16. okt. 2017 12:52

Lokið hefur verið við að leggja heimtaugar fyrir hitaveituna í Norðurnesinu. Okkur sýnist að vel hafi verið staðið að verkinu og að frágangurinn sé allur til fyrirmyndar.

Verktakarnir eru ekki alveg búnir á svæðinu en það sem er eftir er að klára stofnlagnir.

Ef einhverjir hafa athugasemdir við verkið endilega hafið samband við stjórnina og við komum því áleiðis til Kjósarveitu.

Nú fer að styttast í að hleypt verði á!

Heitar kveðjur,

 - Stjórnin.

Netið niðri
25. sep. 2017 19:43

Rafmagnsleysið í dag olli því að netið datt út hjá mér og ég þarf að sparka eitthvað í þetta. Geri því ráð fyrir veðurstöðva- og myndavélaleysi þar til næstu helgi.

 - Nonni

26. sept: Komið í lag

Byrjað að plægja niður heimtaugar
02. sep. 2017 15:51

Kæru Norðurnesingar, þá er komið að því. 

Jón Ingileifs, verktakinn sem sér um Norðurnesið er mættur á svæðið og er byrjaður að plægja niður heimtaugar á svæði 1. Hús nr 20 og 21 voru fyrst en næsta mánuðinn verður þetta svo tekið skipulega fyrir. Það verður því ansi mikið brambölt í Norðurnesinu næstu vikurnar.

Við vorum að skríða yfir helming skráninga í norðurnesinu. Af 63 skráðum lóðum þá eru 32 eigendur búnir að skrá sig.

Það gæti verið ennþá hægt að forskrá sig en um leið og vinnu lýkur í Norðurnesi þá mun heimtaugin vera á almennri gjaldskrá sem er ekki alveg ákveðin en verður a.m.k. 30% dýrari. Ef einhverjir vilja breyta nei í já þá er bara að hafa samband við Sigríði hjá Kjósarveitum og sjá hvort það gangi upp.

Hafið einnig í huga að hægt er að sækja um ljósleiðara án þess að sækja um hitaveitu.

Stefnt er að því að hleypa svo vatni á uppí Norðurnesið okkar í nóvember.

heitar kveðjur,

Stjórnin

 

Píparar flykkjast í Kjósina
22. ágú. 2017 22:11

Ef fólk vantar pípara þá eru nokkrir sem geta bætt við sig verkum.

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/204738/

Takk fyrir brennuna!
06. ágú. 2017 15:35

Brennan var mjög vel heppnuð þetta árið eins og fyrr. Veðrið lék við okkur og þátttaka var góð.

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók um kvöldið.

Það væri svo gaman að sjá myndir sem aðrir tóku á fésbókarsíðu félagsins.

Þúsund þakkir til Sveins og Úlfhildar í nr 42 sem stóðu að þessu og þeirra fjölskyldu og annarra sem lögðu hönd á plóg.

 - Nonni

Brenna um verslunarmannahelgina
02. ágú. 2017 21:07

Nú er komið að hinni árlegu brennu sumarhúsafélags Norðurness laugardaginn 5. ágúst.

Kveikt verður í brennunni klukkan 20.00.

Sjáumst hress :)

Sveinn Val og Úlfhildur

Kátt í Kjós
13. júl. 2017 12:58

Nú fer að styttast í Kátt í Kjós. Hátíðin verður haldin laugardaginn 22. júlí.

Minni sérstaklega á opið hús í stöðvarhúsi Kjósarveita.

Frekari upplýsingar hér: http://www.kjos.is/Files/Skra_0077239.pdf

 

Gróðurdagur 10. júní
07. jún. 2017 12:03

Kæru félagsmenn

Næsta laugardag 10. júni verður haldin gróðurdagur í Norðurnesi sem hugsaður er til að hægja á dreifingu á Lúpínu og Kerfli hér í hverfinu. 

Félagið getur lánað ykkur sem hafið áhuga á, slátturorf sem þið getið haft til afnota um næstu helgi. 

Til þess að getað lánað öllum sem vilja, þá þurfum við að vita hversu margir hefðu áhuga á að fá slátturorf lánað.

Einnig viljum við endilega fá að vita ef þið óskið eftir að slegið verði á ykkar lóð.

Endilega látið mig vita sem fyrst með því að senda mér sms eða hringið í mig í síma 820-8110.  Í von um góða þátttöku og viðbrögð frá ykkur.

Kveðja Anna Vala 

Fundargerð frá aðalfundi 2017
12. maí 2017 08:05

Fundargerð frá aðalfundi 26. apríl 2017 er komin á vefinn. Hún er aðgengileg hérna.

Endilega látið vita ef eitthvað var rætt á fundinum sem er ekki í skýrslunni eða ef þið viljið bæta við einhverjum upplýsingum.

Helstu atriði fundarins voru:

 • Engar mannabreytingar í stjórn
 • Sama félagsgjald og síðast, 15.000 kr
 • Rætt var um neyðarvatnsveitu.
 • Hitaveita verður lögð í sumar. Ekkert því til fyrirstöðu að byrja núna
 • Eitthvað að rofa í hliðamálum. Stjórnin heldur áfram að vinna í því.
 • Gróðurhreinusunardagur verður endurtekinn.
 • Smávegis vegavinna í vor.

Önnur skjöl og kynningar sem farið var í gegnum á fundinum eru aðgengileg í síðu undir Félagið -> Skjöl.

Hafið það sem allra best í sumar!

- Stjórnin

Netið niðri
24. apr. 2017 09:45

Netið hjá emax er niðri enn einu sinni og því eru ekki veðurfars- og myndagögn aðgengileg.

Komið í lag

Aðalfundur 2017
13. apr. 2017 14:54

Kæru meðlimir,

Aðalfundur sumarbústaðafélagins verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl 20.00 í Gerðubergi.

Dagskrá:

 • Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir sumarsins.
 • Skipan í nefndir (brennunefnd, girðinganefnd og gróðurnefnd).
 • Kynning á hliðarmálum.
 • Umræða um vatnsveitu, hitaveitu og fleira.
 • Venjulega aðalfundarstörf.

Kveðja,

Stjórnin

Veðurstöðin er niðri
04. apr. 2017 08:31

Veðurstöðin er niðri og því fáum við ekki veðurfarsupplýsingar í augnablikinu. Ég hugsa að þetta komi ekki í lag fyrr en eftir helgi.

Spáin og myndavélarnar virka áfram.

Komið í lag

Aðalfundur á næsta leyti
27. mar. 2017 09:05

Kæru félagar,

Þá er að fara að líða að hinum árlega aðalfundi sumarbústaðafélagsins okkar. Við höfum tekið frá Gerðuberg miðvikudaginn 26. apríl kl 20.00.

Frekari upplýsingar verða sendar út eftir stjórnarfund, ca 2 vikum fyrir aðalfundinn.

 - Stjórnin

Emax netið niðri
24. mar. 2017 21:14

Emax stöðin í Vindáshlíð er búin að vera biluð núna í sólarhring. Þar af leiðandi eru engar upplýsingar frá veðurstöð eða myndavélum.

Vonum að þeir lagi þetta hjá sér fljótlega.

breytt 25. mar: Komið í lag

Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda.
23. mar. 2017 14:37

Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda verður haldinn, mánudaginn 27. mars í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 , Reykjavík kl. 20:00.

Dagskrá:

 • Venjuleg aðalfundarstörf

Gestur fundarins; Þjóðskrá, kynning á fasteignamati frístundahúsa

Kaffiveitingar í boði.

 

Hafið í huga að þetta er ekki aðalfundur sumarbústaðafélagsins okkar en við erum öll meðlimir í landssambandinu og erum því velkominn á aðalfundinn hjá þeim.

 - Stjórnin.

Rannsóknarverkefnið Landslag og þátttaka
09. mar. 2017 07:24

Ég var beðinn um að koma þessu áleiðis:

Kæri viðtakandi

Rannsóknarverkefnið Landslag og þátttaka* er tilraunaverkefni sem hefur það markmið að þróa fjölbreyttar aðferðir til að efla samtal og skapa vettvang þar sem fólki gefst tækifæri til að velta fyrir sér tengslum sínum við nærumhverfi sitt. Verkefnið er unnið samhliða aðalskipulagsvinnu í Kjósarhreppi, en við teljum að aukin þátttaka fólks sem hefur þekkingu á svæðinu geti haft jákvæð áhrif á mótun framtíðarsýnar fyrir sveitarfélagið.

sjá bréf

Snjómokstur í vikunni
28. feb. 2017 21:13

Það verður mokað í Norðurnesinu í vikunni.

Siggi ætlaði að mæta á traktornum í dag og moka að hliðum. Því ætti að verða ágætlega fært langleiðina en líklegast eitthvað labb fyrir þá sem eru ekki á velútbúnum jeppum.

Ef spáin heldur er um að gera að nýta góða veðrið og skreppa uppeftir um helgina. :-)

Hitaveita í Norðurnesið
09. feb. 2017 10:45

Það er komin staðfesting frá Kjósarveitum að hitaveitan verði lögð í Norðurnesið næsta haust. Jibbí!

Framkvæmdir við okkar legg munu hefjast í júlí og áætlað er að klára fyrir lok september. Eindagi fyrir tengigjald verður í ágúst (sjá gjaldskrá og skilmála).

Þeir sem ætla að tengjast geta nýtt sumarið í að gera allt tilbúið í bústaðnum til þess að geta svo fengið heitt vatn um leið og það er tilbúið. Fyrir þá sem ætla að bíða til sumarsins á eftir með að tengja þá þarf ekki að byrja að greiða mánaðargjald fyrr en vatn byrjar að flæða en það þarf að borga tengigjaldið strax í ágúst.

Varðandi ljósleiðara þá verða lögð rör fyrir honum samhliða hitaveitu en ekki dregið í. Það er ekki komið á hreint hvenær boðið verður upp á það en kostnaður fyrir hvern bústað verður líklega eitthvað í kringum 250þ kr við að fá ljósleiðara til sín. Það koma frekari upplýsingar um þetta síðar.

Til hamingju Norðurnesingjar!

 - Stjórnin

Heitt vatn farið að renna um stofnlagnir
01. feb. 2017 08:19

Þetta er stór dagur fyrir Kjósina okkar!

http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/203985/

Veðurstöðin er batteríslaus
29. jan. 2017 11:07

Veðurstöðin á nr. 74 er batteríslaus og höfum við því ekki aðgang að veðurupplýsingum þessa stundina nema þegar sól er næginlega hátt uppi til að gefa sólarrafhlöðunni straum.

Ég reyni að redda þessu næstu helgi eða helgina þar á eftir.

Viðbót: Komið í lag

 - Nonni

Mikið frost
11. jan. 2017 11:13

Veturinn hefur verið afskaplega mildur og lítið um alvöru frost. Hinsvegar er er núna 7 gráðu frost í Norðurnesinu og Norska veðurspáin spáir allt að 17 gráðu frosti fyrir helgi.

Hvort sem það nær alveg svo lágu gildi eður ei er full ástæða til að athuga hvort örugglega sé lokað fyrir kalt vatn eða hvort eitthvað viðkvæmt sé í útigeymslum.

Kveðja,

 Stjórnin

Tímabil:  Nýjast · 2023 · 2022 · 2021 · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt