Aðalfundur 2023
May 31 '23


Aðalfundur Sumarhúsafélagins Norðunes, 31. maí 2023. Haldinn í húsnæði HD að Vestuvör 36, Kópavogi.

Árni formaður setti fundinn klukkan 19:05 og var Jón Snædal kjörinn fundarstjóri.

Formaður kynnti dagskrá fundarins og ritari las fundargerð síðasta aðalfundar og síðan var lesini skýrsla stjórnar. Nokkrar fyrirspurnir bárust síðan um skýrslu stjórar og formanns og sérstaklega um ráðstöfun framkvæmdagjalds sem innheimt var til framkvæmda við símahlið og annað. Spurt var hvernig ákvörðun hafi verið tekin um ráðstöfun gjaldsins til vegagerðar eins og þegar ræsið gaf sig. SKýrt kom fram að stjórn tekur ákvarðanir um ráðstöfun fjármagns félagsins að öllu leiti. Einnig var nefnt eitt og annað um ruslagáma og vegabætur. Spurt var um girðingamál og var því svarað til að nefnd á vegum stjórnar sæi um þau mál. Engir styrkir fást til vegabóta frá Vegagerð. Spurt var hvort eitthvað hafi verið átt við að ræða við fólkið hinum megin við lækinn um þátttöku í vegabótum. Ekki hefur það verið gert formlega en það má hugsanlega finna flöt á því að stofna vegasamlag sem áður hefur verið rætt um. Ekki voru frekari umræður voru um fundargerðina og telst hún samþykkt að mati fundarstjóra. Sama gilti um skýrslu stjórnar.

Skýrsla gjalkera var lögð fram og ársreikingur félagsins. Gjaldkeri fór yfir ársreikning og kynnti efnahagsreikning og afkomu félagsins. Spurt var um útistandandi gjöld og hver vær skýringin á því að enn væri ógreidd löngu gjaldfallin félags- og framkvæmdagjöld. Gjaldkeri svaraði því til að þetta væru fáir aðilar sem skulduðu bæði árgjöld og framkvæmdagjöld og væri um að ræða níu aðila. Einn var búinn að greiða rétt fyrir fundinn. Fundarstjóri bar óendurskoðaðan ársreikning til atkvæðis en kannaði fyrst lögmæti fundarins. Alls eru 36 lóðarhafar mættir og telst fundurinn því lögmætur og til þess bær að taka bindandi ákvarðanir. Allar greiddu atkvæði með framlögðum ársreikningi og enginn greiddi atkvæði á móti.

Næst var efnt til kjörs til formanns. Árni gefur ekki kost á sér til endurkjörs og Sigurður #39 gaf kost á sér til formennsku en með því skilyrði að tillaga að framkvæmdagjaldi yrðu samþykkt. Engir fleiri gefa kost á sér og Sigurður Stefánsson er því sjálfkjörinn. Fjögur framboð bárust til stjórnarsetu og tveir gáfu kost á sér til vara. Í stjórn voru því kjörnir Sigurður #56, Jón #74, Kári #48 og Karl #10. Til vara eru Ragnheiður #73 og Snorri Páll #77. Skoðurmenn eru sjálfkjörnir Birna og Björgvin í #33.

Framkvæmdaáætlun var næst á dagskrá og Kári og Sigurður útskýrðu framkvæmdir sem eru á döfinni. Lögð var áherlsla á að það fari fram úttekt á útbúnaði fyrir inntök húsa. Eftirlit verður haft á því að öll inntök standist kröfur. Framkvæmdaáætlun gengur út á að endurbyggja vatnsveituna og er kostnaðarmat á þeirri framkvæmd allt að 12 milljónir. Lagt er til að framkvæmdagjaldið verði 180.000 á lóð og það eru alls um 14 milljónir. Spurning um útfærslu á kerfinu. Spurning úr sal um framkvæmdina og um útboð. Því var svarað af stjórn að gerð útboðsgagna og forsendur slíks útboðs myndu kosta meira en framkvæmdin sjálf.  

Sigurður nýkjörinn formaður útskýrði að Hrosshólssmenn ætla að hjálpa til við framkvæmdina en engir aðrir skriflegir samningar eru og verða til um framkvæmdina. Safntankar sem verða settir eru tveir og hver um 20.000 lítar. Símahlið er einnig á dagskrá og rúmast innan fjárhagsáætlunar og innan þess fjár sem til er í sjóði. Aðrar framkvæmdir eru minniháttar. Snjómokstur, girðingar og annað verður til athugunar. Engar aðrar tillögur eða ábendingar komu fram aðrar en áhersla á að framkvæmdagjaldið verði eingöngu notaði til að fjármagna vatnsveitu. Spurt var um atkvæðahlutfall og svaraði formaðurf því að það þyrfti 2/3 hluta atkvæða fundarins. Nýkjörinn formaður sagði að þeir sem hafa í hyggju að sameina lóðir hafi tvo mánuði í það verkefni og greiða þá eitt framkvæmdagjald. Framkvæmdaáætlun var borin undir atkvæði og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Næsta mál var ákvörðun árgjalds. Nýkjörinn formaður lagiði til að það yrði óbreytt. Fram kom tillaga um 50.000 króna árgjald en einnig að hafa það óbreytt. Tillaga um 45.000 kom einig fram. Fundarstjóri leggur fyrir 50.000 árgjald til atkvæða og greiddu því 16 atkvæði. Þeir sem eru á móti er 10. Fundarrjóri lagði til að endurkjósa og þeir sem samþykkja 50.000 reyndust vera 19. Þeir sem eru á móti 10 og telst því 50.000 króna árgjald samþykkt.

Umræða um leiksvæði. Gamli tíminn var með lóð á svæði 2 en hún var ekkert nýtt og endaði með því að félagið seldi lóðina. Nefnt varað að það sé lóð á svæði 3 sem er skilgreind sem leiksvæði. ”Lóðin” er á landi hreppsins og ekki skilgreind sem eiginleg lóð og hefur ekki númer. Því er félagið ekki í miklum færum á að ráðstafa umræddu svæði þar sem það hefur ekki lögmæt yfirrráð né eignarhald á svæðinu.

Fundarstjóri lagið til að nefndir væru á forræði stjórnar og stjórn skipi í nefndirnar. Umræða um brennuna var lífleg og bent á að á henni er ýmiskonar rusl sem er ekki hreint efni. Setja ætti tímamörk á söfnun efnis og að einungis sé sett hreint efni á brennuna. Framtíðin mun eflaust bera það í skauti sér að brennuhald verði bannað.  

Stjórn skipar menn í nefndir.

Önnur mál.

Rætt um umgengni á svæði 3 og flestum finnst nóg um. Byggingarefni fýkur um og allt í rusli sem dreifist niður um alla sveit. Allir þurfa að taka sér tak.

Fram kom að hreppurinn sinnti i engu sínu lögboðna hlutverki að hreinsa rusl á kostnað eigenda lóða sem mengun er frá og rusl veldur hættu. Félagið leggur til við stjórn að skerpt sé á reglum og kvöðum sem gilda um umgengni lóða og söfnun á rusli. Fundarmenn sem tóku málið til sín ætla að bæta um betur og reyna að fá aðstoð við að hreinsa til.

Umræða um lúpinu og kerfil fór á þá leið að hverjum og einum er í sjálfsvald sett að hreinsa til á sínum lóðum og drepa lúpinu.

Fundarstjóri sleit fundi klukkan 20:55.