Fréttir

Veðurstöðin í vandræðum
16. jan. 2021 18:06

Veðurstöðin er biluð í augnarblikinu. Ég reyni að finna út úr þessu á næstunni, en þarf mögulega að panta varahlut.

Vetur konungur genginn í garð
25. sep. 2020 09:00

Kæru félagar,

Síðastliðna nótt fór hitastigið niður í 4 gráðu frost. Við viljum minna fólk á að ganga frá vatnslögnum fyrir veturinn.

Stjórnin

Póstur hefur legið niðri
24. ágú. 2020 18:49

Netpósturinn hefur legið niðri undanfarnar vikur og því hafa skilaboð til póstfanga á nordurnes.is ekki komist til skila.
Vinsamlegast sendið aftur póst ef þið fenguð ekkert svar.
Kv,
Stjórnin

Viðhald vega
29. júl. 2020 20:03

Búið er að bera í veginn frá gatnamótum og upp gilið og er þar nú rennifæri. Einnig voru sett niður tvö hlöss af efni, annað niðri í gili og hitt inni á svæði 2 við lóð nr. 33. Þetta er hugsað til þess að við getum sjálf farið og sett efni í holur og misfellur á okkar sameiginlegu vegum inni á svæðunum. Viljum við hvetja fólk til að draga fram hjólbörur og kerrur og eyða í þetta 1-2 klukkutímum - margar hendur vinna létt verk og væri til hagsbóta fyrir okkur öll. Engin sérstök tímasetning er á þessu, en væri ekki alveg tilvalið að kíkja á þetta um n.k. helgi eða þegar hverjum og einum hentar. Kveðja, stjórnin

Brenna á laugardagskvöld
28. júl. 2020 22:33

Sæl öll,

Við minnum á brennuna okkar n.k. laugardagskvöld kl. 20:00.

Ekki verður boðið upp á veitingar á svæðinu að þessu sinni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu (Covid).

Hittumst og höfum notalegt saman. Virðum fjarlægðarmörk.

Bestu kveðjur,

Stjórnin.

Varðandi Fésbókar-grúbbu
08. júl. 2020 18:05

Góðan og blessaðan daginn kæru Norðurnesingar. Hvernig er það með þessar Fésbókar-grúbbur fyrir Norðurnesinga? Er hlekkurinn hér á síðunni ekki inná "gömlu" grúbbuna sem menn virtust vera eitthvað óhressir með ef marka má skilning minn á umræðunni um Fésbókargrúbbur á síðasta fundi. Hvernig kemst maður í nýju grúbbuna sem mér skildist á fundarumræðum að hafi nýlega verið stofnuð? Kær kveðja - Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir

Fundargerð aðalfundar
14. jún. 2020 18:40

Fundargerð aðalfundar 2020 er komin á netið

Það er hægt að nálgast hana hérna.

Stjórnin.

Varðandi vatnsveitugjald
11. jún. 2020 10:11

Sælt veri fólkið,
Við höfum fengið fyrirspurnir í sambandi við 65þ króna rukkun frá félaginu til nýrra meðlima.

Þessi rukkun hefur verið send á nýja eigendur á svæði 3 sem keyptu lóð af hreppnum og er gjaldið vegna kaldavatnsveitu samkvæmt samkomulagi við hreppinn fyrir nokkrum árum.

Fasteignasalan eða hreppurinn hefði átt að upplýsa tilvonandi kaupendur um þetta gjald og okkur þykir miður að það hafi ekki verið gert.

Vinsamlegast snúið ykkur til fasteignasölunnar með spurningar varðandi þetta.

Kveðja,
Stjórnin.

Vatn
07. jún. 2020 16:15

Takk fyrir duglega fólk að laga þetta fyrir okkur Kveðjjur Birna og Bjössi nr:32

Leki fundinn
07. jún. 2020 13:12

Það fannst ansi stór leki á svæði 2 og búið er að ná fyrir hann.

Við hleyptum aðal vatnsveitu inn og vonum að hún hangi þá uppi núna.

Stjórnin.
Tímabil:  Nýjast · 2021 · 2020 · 2019 · 2018 · 2017 · 2016 · 2015 · 2014 · 2013 ·  Allt