Fréttir & Tilkynningar

Kaffi Kjós opnar - pàskaeggjaleit og bingó
31. mar. 2015 16:07


Kaffi Kjós vaknar af vetrardvala á skírdag, fimmtudaginn 2. apríl kl. 12.

 Opið verður alla páskana 

frá kl. 12-20, skírdag fram á annan í páskum, að báðum dögum meðtöldum. 

 

Laugardaginn 4. apríl verður páskaeggjaleit kl. 12 í Kaffi Kjós. Allir krakkar velkomnir.

Um kvöldið verður Páskabingó fyrir alla fjölskylduna, kl. 21 í Hlöðunni að Hjalla. Allur ágóði rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Húsið opnar kl. 20:30, verð pr. bingó spjald er 400 kr. Fjölbreyttir vinningar og léttar veitingar til sölu. 

Eftir páska er opið um helgar  kl 12 – 20, laugardaga og sunnudaga. 

Einnig opið eftirtalda daga kl. 12 -20
Fimmtudag  23. apríl - sumardagurinn fyrsti
Föstudag 1. maí - verkalýðsdagurinn 
Fimmtudag 14. maí - uppstigningardagur
Mánudag 25. maí - annar í hvítasunnu

Eftir 1. júní verður  opið alla daga.

Kaffi Kjós.  Sími 566-8099  897-2219
kaffikjos@kaffikjos.is    www.kaffikjos.is

  
Til baka