Fréttir & Tilkynningar

Útsendingar RÚV
27. mar. 2014 17:30


Eins og kom fram í frétt hérna fyrir nokkrum vikum þá er Vodafone að leggja nýtt dreifikerfi fyrir RÚV sem byggir á UHF (stafrænni) tækni og það er verið að slökkva á VHF (analog) sendununum.

Næstkomandi mánudag, 31. mars þá mun verða slökkt á sendinum á Skálafelli og við munum þar af leiðandi ekki hafa neitt sjónvarp í Norðurnesinu.

Það eru hinsvegar svo mjög misvísandi upplýsingar á vef Vodafone um aðgengi að nýju UHF tækninni og óttuðust sumir að það væri eitthvað tímabil sem það væri ekkert aðgengi að sjónvarpi hjá okkur.

Ég hef talað við þá Vodafone menn og þeir hafa staðfest að það er kominn UHF sendir í Skálfell. Með þeirra orðum:

"Það er kominn stafrænn UHF sendir á Skálafelli (UHF rás 34) og sumarhúsabyggðin í Norðurnesi nær þeirri sendingu mjög vel."

Þannig að við þurfum nú að fá okkur UHF loftnet og stafrænan móttakara (á nýrri sjónvörpum, næstum öllum flatskjám, er þessi móttakari innbyggður) til að horfa á sjónvarp.

Sum loftnet, jafnvel inniloftnet eru með bæði UHF og VHF (t.d. þetta). Ef útiloftnetið þitt er greiða (lítur einhvernvegin svona út) þá er það að öllum líkindum tilbúið fyrir UHF.

Ég talaði við Eico sem selja svona búnað og þeir eru með UHF loftnet á 8900 kr. Þeir samþykktu að gefa okkur 10% afslátt. Ef þið viljið nýta ykkur það þá skuluð þið bara minnast á að þið séuð frá Norðurnesi.

Með móttakara, hann kostar nýr 15þ kr en þeir Eico menn löggðu til að fólk myndi frekar leigja sér afruglara frá Vodafone heldur en að kaupa svona græju. Afruglari frá Vodafone kostar 600 kr á mánuði og þá ættuð þið að geta horft á frístöðvar auk RÚV, eins og ÍNN og Stöð 2 á opnum tímum. Ef þið eruð með svona afruglara heima getið þið líka bara tekið hann með ykkur uppeftir.

Ég vona að þetta varpi smá ljósi á sjónvarpsmálin. Endilega látið vita ef eitthvað er óskýrt eða það eru einhverjar rangfærslur hérna.

  
Til baka