Fréttir & Tilkynningar

Vatnsveita, frekari fréttir.
22. mar. 2022 17:49


Síðustu daga hefur það verð að koma betur í ljós að líklega er leki á austurlögninni þar sem hún liggur á milli húsa 50 og 51. Til að bregðast við því og til að það tæmist ekki alveg allt vatn úr veitunni hefur verið minnkað fyrir rennsli inn á austurlögnina og þar er því lítill þrýstingur. Þau hús sem er á austurlögninni eru öll hús innan við nr. 12 á neðsta svæði, frá og með húsi nr. 30 og austur úr á miðsvæðinu og síðan hús 46, 47, 48, 49, 50 og 51.
  
Til baka