Fréttir & Tilkynningar

Vandræði með kalt vatn.
10. mar. 2022 18:37


Í dag hafa borist af því fréttir úr Norðurnesinu að það sé vatnslaust og talið að um sé að ræða leka í kerfnu. Reynt hefur verið að loka fyirr austurlögnina og reyna að þrengja leitina. Það má alveg brýna fyrir húseigendum að fara sparlega með vatn á meðan þetta ástand varir og til dæmis láta alls ekki heita potta (hitaveitu) með sjálfvirkri hitastýringu vera í gangi. Þeir nota mikið kalt vatn. Þá má hvetja húseigendur til að kanna sitt nærumhverfi og vatnsinntök, hvort eitthvað hafi farið aflaga og lagnir mögulega sprungnar eða lekar.
  
Til baka