Fréttir & Tilkynningar

Vatnslaust
05. feb. 2022 15:49


Það er vatnslaust hjá okkur í Norðurnesinu.

Það er búinn að vera lítill þrýstingur á kalda vatninu í nokkrar vikur og í gærkvöldi þá varð svo gott sem alveg vatnslaust á efsta svæði.
Við skiptum yfir á varaveitu rétt í þessu en það virðist ekki hafa haft nein áhrif þar á, frekar þá öfugt. Það er líklega eitthvað frost í henni.
Við munum skipta aftur yfir á aðalveitu fyrir kvöldmat en hvetjum alla til að fara mjög varlega með vatnið, sérstaklega þegar kemur að hitastýrðum heitum pottum.
Ekki er loku fyrir það skotið að það sé leki að hrella okkur enn eina ferðina og við viljum biðja fólk um að líta eftir slíku í sínu umhverfi.

Stjórnin
  
Til baka