Fréttir & Tilkynningar

Heimtaugum lokið
16. okt. 2017 12:52


Lokið hefur verið við að leggja heimtaugar fyrir hitaveituna í Norðurnesinu. Okkur sýnist að vel hafi verið staðið að verkinu og að frágangurinn sé allur til fyrirmyndar.

Verktakarnir eru ekki alveg búnir á svæðinu en það sem er eftir er að klára stofnlagnir.

Ef einhverjir hafa athugasemdir við verkið endilega hafið samband við stjórnina og við komum því áleiðis til Kjósarveitu.

Nú fer að styttast í að hleypt verði á!

Heitar kveðjur,

 - Stjórnin.

  
Til baka