Fréttir & Tilkynningar

Rollur og hliðin okkar
02. júl. 2016 11:58


Sælir íbúar í Norðunesi,

Eins og margir vita hafa rollur gert sig heimakærar á svæðinu okkar.   Þær hafa komist upp á lag með að fara yfir hliðin okkar sem eru ekki í góðu ásigkomulagi.  Nauðsynlegt er að hreinsa undan þeim jarðveg sem þar hefur safnast fyrir í gegnum árin.

Til stóð að fá Jón Tap í verkið samhliða vatnsframkvæmdum og endurbótum á veg sem áttu að hefjast í byrjun júní.  Það hefur hins vegar dregist talsvert og erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær sú vinna hefst.

Illa hefur gengið að fá aðra verktaka í þetta verkefni sem flestir eru að vinna við nýju hitaveituna.  Aðeins einn aðili var reiðubúinn að vinna þetta fyrir félagið en kostnaðaráætlun hans þótti full há (2-3 hundruð þúsund) auk þess sem tímasetning var óljós.

Til að bregðast við þessum vanda munum við tímabundið setja upp girðingarhlið sem hægt er að strengja yfir grindarhliðin.  Hugmyndin er að hafa þau lokuð þegar lítil umferð er um hliðin (td. yfir nóttina og í miðri viku).  Þetta er að sjálfsögðu bara bráðabirgðalausn þar til varanleg lausn er fundin.

Kveðja,
Sjonni gjaldkeri

  
Til baka