Fréttir & Tilkynningar

Lúpínuhreinsunardagur
25. maí 2016 08:29


Nú er lúpínan byrjuð að blómstra í Norðurnesinu. Eins og var samþykkt einróma á síðasta aðalfundi þá eru þessar plöntur ekki æskilegar í flórunni í Norðurnesinu og við ætlum að reyna að halda henni í skefjum eins og unnt er.

Það er oft nokkuð auðvelt að tosa hana upp með rótum svona snemma sumars, að minnsta kosti nýjar plöntur og við ætlum að biðja fólk um að gera það við hvert tækifæri þegar rölt er um svæðið.

Það verður svo lúpínuhreinsunardagur hjá okkur í júnímánuði, líklega 18. júní sem Anna Vala í nr. 15 er að skipuleggja. Við munum þá koma saman sem flest með sláttarorf, skóflur og kerrur og vinna í lúpínunni og kerflinum. Þetta verður auglýst betur síðar.

Það eru sumar lóðir sem eru með mikilli lúpínu og við gerum ráð fyrir að það sé ekki samkvæmt vilja lóðareiganda heldur bara eitthvað sem gerist. Við ætlum okkur að reyna að hreinsa þetta upp nokkuð óháð lóðarmörkum því ekki virðir hún lóðarmörk sjálf en ef einhver vill alls ekki missa lúpínuna úr landinu sínu þá þarf að senda póst á stjórn eða láta Önnu vita.

Við vonum að okkur takist að halda þessu eitthvað niðri svo að jurtaflóran í Norðurnesinu verði ekki eins einsleit og hún er að verða á mörgum stöðum á landinu.

Hérna eru mjög góðar upplýsingar um lúpínu.

Kveðja,

- Stjórnin

  
Til baka