Fréttir & Tilkynningar

Vatnsveita
19. maí 2016 08:08


Kæru félagar, ekki er það blessuð hitaveitan í þessum skilaboðum heldur smá fréttir af kaldavatnsveitunni.

Vatnsstrákarnir okkar, Benni, Martin og Einar eru búnir að vera að vinna mikla forvinnu nú þegar en líklegt er að framkvæmdir við að leggja nýju kaldavatnslögnina hefjist í næsta mánuði.

Til upprifjunar þá er hér smá yfirlitsmynd. Það verður farið í Trönudalsánna og tengt inná gömlu lögnina svona 100m fyrir neðan gömlu lindina. Þar verður þrýstiloki sem stýrir sjálfvirkt rennsli þannig að ef tankurinn við gömlu lindina tæmist þá hefst rennsli úr Trönudalsánni í staðinn. Þetta þýðir að svona fyrst um sinn getum við gert ráð fyrir því að drekka vatn úr Trönudalsá í ágústmánuði.

Vatnsgæðin ættu að vera góð enda verður gengið frá þessu á svipaðan hátt og gengur og gerist í bæjarfélögum hér og þar á landinu.

Við munum senda út greiðsluseðla í heimabankana hjá okkur um mánaðarmótin og hver lóð mun greiða 32.000 kr. Því er heildar greiðsla til verktaka sem félagið stendur fyrir u.þ.b. 2M kr.

Hafið í huga að framkvæmdin sjálf ætti í raun að kosta þónokkuð meira en þetta því það er svo mikil vinna innt af hendi af ofantöldum sérfræðingum sem eru meðlimir félagsins. Sem betur fer gefa þeir félaginu vinnu sína og fá þeir kærar þakkir fyrir. Án þessara herramanna væri þessi framkvæmd líklegast ekki raunhæf.

  
Til baka