Fréttir & Tilkynningar

Meira um hitaveitu
09. maí 2016 10:55


Kæru meðlimir,

Ég minntist á að það væri 2 ár í að þetta yrði lagt til okkar en ég var eitthvað í fortíðinni. Það verður farið uppeftir í Norðurnesið eftir rúmlega eitt ár, eða líklega síðla sumars 2017.

Samkvæmt nýrri frétt á kjósarvefnum sýnist mér að við getum gert ráð fyrir eindaga fyrir inntökugjaldið 888þ kr þann 1. ágúst 2017.

Í sömu frétt er talað um lán Arion banka en þeir bjóða sérstök kjör á frístundaláni sem hljóðar upp á 50% afslátt á lántökugjaldi, þeas 1% í stað 2%. Þetta er sjálfsagt allt í lagi tilboð en ef viljið frekar taka lán hjá öðrun banka mætti alveg spyrja hvort þeir vilji ekki gefa sama afslátt.

Fyrir þá sem eiga eftir að svara (eða vilja breyta svari sínu). Takið eftir að það þarf ekki að senda svar í pósti. Það er einfaldlega hægt að ná í skráningarblaðið hérna, prenta út, skrifa undir og skanna inn (eða taka ljósmynd með símanum). Senda svo á kjosarveitur@kjos.is. Fyrir suma er það etv. einfaldara heldur en að fara með þetta í póst.

Frekari upplýsingar eru í fréttinni frá Kjósarveitum.

Kv,

- Nonni

  
Til baka