Fréttir & Tilkynningar

Aðalfundur á næsta leyti
10. apr. 2016 21:38


Kæru meðlimir,

Stefnt er að halda aðalfund félagsins í lok mánaðarins, miðvikudaginn 27. apríl. Það verður sent út fundarboð bréfleiðis í vikunni og fundurinn verður svo einnig kynntur á vefnum.

Það eru allmörg málefni sem þarf að afgreiða. Þau mál sem stjórnin er komin með á sitt borð eru meðal annars:

  • Það verður lögð fram tillaga eða tillögur vegna fyrirhugaðra framkvæmda á kaldavatnsveitu sem gætu orðið kostnaðarsamar.
  • Það verða lögð fram til samþykktar ný lög félagsins sem samræmast drögum frá landssambandi sumarhúsaeiganda og standast landslög.
  • Kynntar verða vegaframkvæmdir ársins og meðlimum gefst tækifæri á að ræða um forgangsröðun og útfærslu. Miðað verður við að þessar framkvæmdir krefjist ekki aukafjármagns eins og í fyrra.
  • Rætt verður um aðgengi um vetur, gróður (þmt lúpínu), hitaveitu, ofl.

Stjórnin vill hvetja meðlimi til að koma til okkar sem fyrst þeim málefnum sem þau vilja ræða fyrir fundinn og leggja fram tillögur. Hægt er að gera það með því að senda tölvupóst á stjorn@nordurnes.is.

Kveðja,

Stjórnin

  
Til baka