Fréttir & Tilkynningar

Byrjað að veiða í Meðalfellsvatni
03. apr. 2016 10:25


Frétt af visir.is

Meðalfellsvatn er kannski ekki þekkt fyrir neina mokveiði en samt er þetta eitt skemmtilegasta vorvatnið í nágrenni höfuðborgarinnar.

Það veiðist ágætlega í vatninu stærstan hluta af tímabilinu og því er að þakka dýpt vatnsins en það er 18 metra djúpt.  Þetta gerir það að verkum að vatnið hlýnar ekki jafn mikið og grunnri vötnin en þegar vötnin verða mjög hlý getur takan oft dottið niður.  Síðan er það þannig á vorin að fiskurinn í vatninu tekur oft vel þar sem hann hefur ekki verið miklu æti yfir veturinn og stekkur oft á straumflugurnar af mikilli græðgi.

[...]

http://www.visir.is/medalfellsvatn-for-vel-af-stad-um-helgina/article/2016160409701

  
Til baka