Fréttir & Tilkynningar

Færðin góð og veðurstöð komin inn
08. des. 2015 20:20


Við kíktum uppeftir í dag til að sparka veðurstöðinni í gang og líta á aðstæður eftir óveðrið. Það er vel fært fyrir fólksbíla upp að öllum hliðum og jeppar komast sjálfsagt eitthvað leiðar sinnar inná svæðunum.

Siggi á Hrosshóli skóf fyrir okkur um helgina og gerði það herslumuninn. Við þökkum fyrir það.

Myndavélar og veðurstöð eru komin í gagnið aftur og tölvan sagði mér að vindur hefði farið mest uppí 40.7 m/s í hviðum um 22:30 leytið í gærkvöldi. Það telst nú bara hressileg gola í Norðurnesinu :-)

  
Til baka