Fréttir
VatnsveitaMar 04 '21
Takk fyrir upplýsingarnar þá er bara að fara hóflega með vatnið það ætti ekki að vera vandamál
Varavatnsveitan og heitir pottarMar 04 '21
Varavatnsveitan er ekki nothæf. Ekki rennur vatn inn í tankinn þrátt fyrir að mikið vatn sé í ánni og inntakspípan sé á kafi.Ekki er ljóst hvað veldur en líklegt er að inntakið sé orðið grafið í sand og möl eða að pípan frá inntaki og í tankinn sé orðin full af sandi og því stífluð. Þar að auki hefur tankurinn fallið saman að hluta. Farið verður í að lagfæra þetta strax og aðstæður leyfa en það verður ekki á næstunni.
Því verðum við að reiða okkur á aðalveituna fram á vorið. Vatnsleysi undanfarinn vikna má líklega rekja að hluta til heita potta sem eru með sjálfvirkri hitastýringu en þeir nota mikið af köldu vatni. Benda má á að í flest skipti þegar tankur aðalveitu hefur tæmst hefur það verið um helgi.
Ef pottar eru fylltir þarf að sjá til þess að þeir eru fylltir eingöngu með hitaveituvatni og það svo látið kólna. Ef hinsvegar hitastillingin er sett á 38 gráður og potturinn fylltur í topp þá er ein fylling búin að taka burtu 10% af vatnsbúskapnum fyrir allt hverfið þá helgina.
Stjórnin vill því beina þeim tilmælum til íbúa að reyna að nota heitu pottana skynsamlega og láta þá ekki vera í gangi í tíma og ótíma því vatnsleysi er bagalegt fyrir alla íbúa svæðisins.
- Stjórnin
Staðan á vatnsveituFeb 15 '21
Á sunnudaginn var lokað fyrir vatnið og grafið niður á stað þar sem tengt er inni á austurhluta vatnsveitunnar. Þar fannst bilun og var lögnin lagfærð. Þótt lekinn hafi ekki verið mikill þá virðist hann hafa haft skipt talsveru máli þegar tíðarfarið hefur verið með þeim hætti eins og undanfarið, mikið frost og engin úrkoma og lítið framboð af vatni. Innrennsli vatns hefur mjög takmarkað síðustu vikur en í lok síðustu viku var meira vatn í boði og því hækkaði í tanknum upp í fjalli þrátt fyrir lekann. Það er því brýnt að reyna að fara sparlega með vatnið fram á vorið.Trönudalsveitan (varaveita) er búin að vera óvirk síðust vikur. Mikill klaki er í árfarveginum og því rennur ekki inn í tankinn eins og stendur. Einhverra framkvæmda er þörf þar með vorinu.
- Vatnsveitunefndin.
Lokað fyrir vatnið vegna viðgerða.Feb 14 '21
Það stendur til að grafa niður kaldavatnslögnina þar sem talið er eð hún leki. Því var lokað fyrir vatnið í morgun og verður vatnslaust eitthvað fram yfir hádegi.
KaldavatnslaustFeb 06 '21
Það er vatnslaust hjá okkur í Norðurnesinu. Það fannst líklegur leki á svæði 2 á stofnlögninni á milli bústaða 50 og 51 og búið að loka fyrir nokkra bústaði.Hinsvegar er tankurinn alveg tómur og lítið rennur inn í hann. Trönudalsáin er frosin og ekki hægt að tengja varaveituna.
Það er útlit fyrir að það taki langan tíma fyrir hann að fyllast og ólíklegt að það verði eitthvað vatn hjá okkur um helgina.
BilanaleitFeb 06 '21
Það er verið að leita að bilun á kaldavatnslögninni. Það verður vatnslaust hér á þar á meðan á leit stendur í dag.
KaldavatnslaustJan 31 '21
Það varð vatnslaust hjá okkur í nótt. Frekari fréttir berast þegar við vitum meira.Það er umræða í gangi um þetta á feisbúkk, það virðist vera leki á austurgrein.
2. feb: Þrýstingur er að hækka hægt og þétt en það er líklega enn leki. Það er grunsamlegur klakabunki og pollur á svæði 2 sem þarf að kíkja betur á.
Veðurstöðin í vandræðumJan 16 '21
Veðurstöðin er biluð í augnarblikinu. Ég reyni að finna út úr þessu á næstunni, en þarf mögulega að panta varahlut.Breytt 22. jan: Veðurstöðin ætti að vera komin í lag núna
Vetur konungur genginn í garðSep 25 '20
Kæru félagar,Síðastliðna nótt fór hitastigið niður í 4 gráðu frost. Við viljum minna fólk á að ganga frá vatnslögnum fyrir veturinn.
Stjórnin
Póstur hefur legið niðriAug 24 '20
Netpósturinn hefur legið niðri undanfarnar vikur og því hafa skilaboð til póstfanga á nordurnes.is ekki komist til skila.Vinsamlegast sendið aftur póst ef þið fenguð ekkert svar.
Kv,
Stjórnin